Ánægja með búnaðinn frá Eyjablikk

Hrognabúnaðurinn hefur reynst Eskju vel.
Hrognabúnaðurinn hefur reynst Eskju vel. LJósmynd/Eskja

Nýr hrogna­búnaður Eskju hef­ur reynst fyr­ir­tæk­in og starfs­fólki vel á loðnu­vertíðinni, en búnaður­inn er að mestu leyti frá Eyja­blikk í Vest­manna­eyj­um og var fyrst tek­inn í notk­un á loðnu­vertíðinni í fyrra sam­hliða nýs lönd­un­ar­húss.

Þetta kem­ur fram í færslu á Face­book-síðu út­gerðar­inn­ar.

Þar seg­ir Tóm­as Valdi­mars­son, yf­ir­maður viðhalds­mála hjá Eskju, að mik­il ánægja sé með nýj­an búanð fyr­ir­tæk­is­ins. „Allt hef­ur gengið von­um fram­ar, fram að þessu. Það er ekki bara nýji búnaður­inn sem við tók­um í notk­un, við fór­um einnig í að end­ur­nýja allt lönd­un­ar­húsið bræðslu meg­inn þar sem að hrogna­búnaður­inn er og end­ur­nýjuðum starfs­mannaaðstöðuna. Þetta kem­ur allt mjög vel út.“

Loðnuhrognin eru verðmætasta afurð vertíðarinnar.
Loðnu­hrogn­in eru verðmæt­asta afurð vertíðar­inn­ar. Ljós­mynd/​Eskja
Kaupendur tryggja gæði loðnunnar.
Kaup­end­ur tryggja gæði loðnunn­ar. Ljós­mynd/​Eskja
mbl.is