Síldarvinnslan hagnaðist um tíu milljarða

Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar.
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar. mbl.is

Hagnaður Síld­ar­vinnsl­unn­ar nam á síðasta ári um 75,6 millj­ón­um Banda­ríkja­dala, eða um 10,2 millj­örðum króna, sam­an­borið við hagnað upp á 87,4 millj­ón­ir dala árið áður. Hagnaður fyr­ir tekju­skatt nam rúm­lega 91 millj­ón dala, eða tæp­um 12,4 millj­örðum króna.

Þetta kem­ur fram í árs­upp­gjöri fé­lags­ins sem kynnt var í gær.

Tekj­ur á ár­inu námu 310,1 millj­ón dala (um 42 millj­arðar króna), sam­an­borið við 237 millj­ón­ir dala árið áður og juk­ust því um 31% á milli ára. Tekju­aukn­ing­in skýrist fyrst og fremst af auk­inni loðnu­veiði og hækkuðu verð á nán­ast öll­um afurðum á milli ára.

Rekstr­ar­hagnaður fyr­ir af­skrift­ir (EBITDA) nam um 104,6 millj­ón­um dala (14,2 millj­arðar króna) og jókst um 20 millj­ón­ir dala á milli ára. Fram kem­ur í upp­gjör­inu að um 2,2 millj­ón­ir dala séu til­komn­ar vegna sölu fasta­fjár­muna.

Eigið fé Síld­ar­vinnsl­unn­ar var í lok árs um 585 millj­ón­ir dala (um 83 millj­arðar króna) og eig­in­fjár­hlut­fallið um 55,2%. Heild­ar­eign­ir fé­lags­ins námu rúm­lega ein­um millj­arði dala í lok árs (um 150 millj­arðar króna), þar af voru fasta­fjár­mun­ir 873,3 millj­ón­ir dala og veltu­fjár­mun­ir 186,5 millj­ón­ir dala. Eign­irn­ar juk­ust um 425,6 millj­ón­ir dala á milli ára. Fasta­fjár­mun­ir juk­ust um 401 millj­ón dala og mun­ar þar mestu um kaup á 34,2% hlut í Arctic Fish og kaup á Vísi hf.

Kaup­in á Arctic Fish og Vísi standi upp úr

Gunnþór Ingva­son, for­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar, seg­ir í upp­gjörstil­kynn­ingu að rekst­ur­inn á fjórða árs­fjórðungi síðasta árs hafi verið ör­lítið lak­ari en árið 2021, sem skýrst fyrst og fremst af því að veitt var tals­vert minna magn af loðnu í des­em­ber held­ur en í des­em­ber árið 2021. Veiðar og vinnsla á síld hafi þó gengið með besta móti á fjórðungn­um og veiðar á norsk-ís­lenskri síld héldu áfram á Aust­fjarðamiðum.

Nýr Börkur kom til Neskaupstaðar fimmtudag 3. júní 2021.
Nýr Börk­ur kom til Nes­kaupstaðar fimmtu­dag 3. júní 2021. Krist­ín Há­v­arðsdótt­ir

Hann seg­ir þó að árið 2022 sé besta rekstr­ar­ár í sögu Síld­ar­vinnsl­unn­ar og hafi ein­kennst af góðum gangi í veiðum og vinnslu.

„Markaðir voru sterk­ir fyr­ir afurðir fé­lags­ins þrátt fyr­ir að mik­il óvissa og erfiðleik­ar hafi dunið á okk­ur í upp­hafi árs þegar inn­rás Rúss­lands í Úkraínu hófst. Fyrsta verk­efni árs­ins var stærsta loðnu­vertíð frá ár­inu 2003 og þrátt fyr­ir slæm veður­skil­yrði og erfiðar aðstæður til veiða þá tókst engu að síður að spila ágæt­lega úr vertíðinni og fram­leiða afurðir fyr­ir mik­il verðmæti,“ seg­ir Gunnþór.

Þá seg­ir hann að tvennt standi sér­stak­lega upp úr á ár­inu.

„Í fyrsta lagi eru það kaup fé­lags­ins á þriðjungs­hlut í fisk­eld­is­fyr­ir­tæk­inu Arctic Fish á Vest­fjörðum og í öðru lagi kaup á öllu hluta­fé í Vísi hf. Með kaup­un­um á Vísi er bol­fisk­starf­semi Síld­ar­vinnsl­unn­ar styrkt veru­lega. Vís­ir rek­ur tvær vinnsl­ur í Grinda­vík, ger­ir út sex skip ásamt því að eiga hlut í er­lend­um fram­leiðslu- og sölu­fyr­ir­tækj­um. Það er ljóst að með kaup­un­um á Vísi fylgja spenn­andi verk­efni og tæki­færi til að samþætta rekst­ur sam­stæðunn­ar allt frá veiðum og vinnslu til sölu,“ seg­ir hann.

„Með þess­um tveim­ur fjár­fest­ing­um hef­ur efna­hag­ur Síld­ar­vinnsl­unn­ar stækkað enn frek­ar og er það okk­ar trú að sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki þurfi að hafa sterk­an efna­hag til að geta tek­ist á við þær sveifl­ur sem ein­kennt geta ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg.“

Háar skatt­greiðslur á ár­inu

Tekju­skatt­ur fé­lags­ins fyr­ir árið 2022 nam 17,8 millj­ón­um dala, eða um 2,5 millj­örðum króna. Þá námu aðrar skatt­greiðslur fé­lags­ins um 5,6 millj­örðum króna, en þar af fer tæp­lega einn millj­arður króna í veiðigjöld og um 750 millj­ón­ir króna í trygg­inga­gjald. Skatta­spor fé­lags­ins í heild er um 9,6 milljaðrar króna og um 21 millj­arður króna á liðnum þrem­ur árum.

mbl.is