Telur ekki þörf á stórvægilegum breytingum

Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS. Árni Sæberg

„Þetta kem­ur að sjálf­sögðu á óvart. Maður hafði þó heyrt af því að tölu­verður hóp­ur væri já­kvæður gagn­vart samn­ingn­um en einnig hóp­ur sem var nei­kvæður. Því var al­veg hægt að gera sér það í hug­ar­lund að þetta yrði niðurstaðan,“ seg­ir Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í Sjáv­ar­út­vegi (SFS).

Sjó­menn höfnuðu í dag kjara­samn­ingi sem gerður var 9. fe­brú­ar á milli Sjó­manna­sam­bands Íslands og SFS. 

Hún seg­ir ekki gott að segja til um það hvar ásteyt­ing­ar­steinn­inn er. „Mér heyr­ist sama vera uppi á ten­ingn­um hjá for­svars­mönn­um stétt­ar­fé­lag­anna,“ seg­ir Heiðrún Lind.

Hún seg­ir þegar hafa verið komið að veru­legu leyti til móts við kröf­ur stétt­ar­fé­lag­anna.

„Ég get ekki ímyndað mér að það þurfi stór­vægi­leg­ar breyt­ing­ar frá þeim samn­ingi sem gerður var,“ seg­ir Heiðrún Lind.

mbl.is