Tónlistarkonan Miley Cyrus hefur verið að gera allt vitlaust að undanförnu með nýrri tónlist sinni. Ýmsar kenningar eru uppi um að nýju lög hennar gefi innsýn í hjónaband hennar við leikarann Liam Hemsworth.
Nýjasti smellur hennar, Muddy Feet, kom út fyrir nokkrum dögum. Í textanum gefur Cyrus í skyn að Hemsworth hafi haldið framhjá henni og komið heim með „drulluga fæturna.“
„Og þú lyktar eins og ilmvatn sem ég keypti ekki. Nú veit ég hvers vegna þú hefur verið að loka gluggatjöldunum. Komdu þér út úr húsinu mínu,“ syngur hún meðal annars í laginu.
Ástarsamband Cyrus og Hemsworth hófst árið 2010. Þau giftu sig árið 2018 en voru skilin tveimur árum síðar.
Aðdáendur tónlistarkonunnar tjáðu sig um lagið á Twitter.
liam thought flowers would be the end of him but wait till he hears muddy feet pic.twitter.com/n6KpHG9tAM
— Khalid (@khalidauad) March 10, 2023
Can you imagine being liam and listening to muddy feet pic.twitter.com/HNIzyZgQiG
— sara (@APlasticHeart) March 10, 2023
Muddy Feet Ft. Sia, I love this song so much. The moment she knows Liam is cheating on her. hahaha Endless Summer Vacation
— Rex (@rexhausted23) March 9, 2023
Muddy Feet!?! Oh it’s OVER Liam pic.twitter.com/NrwNpFLv33
— kyle (@saint_Bernarddd) March 10, 2023