Barist við klakann á loðnuvertíð

Ljósmynd/sölvi Ómarsson

Loðnuskipin eiga enn ónýttar veiðiheimildir fyrir 114 þúsund tonn og keppast nú við að ná eins mikilli loðnu og hægt er, áður en hún hrygnir, en við það lýkur vertíðinni.

Það þýðir því ekki að láta frostið sem herjað hefur á landsmenn að undanförnu hamla veiðum.

Kalt var í lofti þegar Aðalsteinn Jónsson SU kom til hafnar á Eskifirði með 2.100 tonn af hrognaloðnu á föstudag. Aflinn fékkst á Faxaflóa og við Reykjanes.

„Eftir 20 tíma siglingu til Eskifjarðar þurfti að berja nokkuð á framan af skipinu til að hægt væri að binda skipið,“ segir Sölvi Ómarsson á Aðalsteini Jónssyni SU, en kalt loft streymir nú hingað af norðurpólnum.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: