Kvótafrumvarp fyrir Alþingi fyrir mánaðarlok

Stefnt er að því að frumvarp um kvótasetningu grásleppuveiða verði …
Stefnt er að því að frumvarp um kvótasetningu grásleppuveiða verði lagt fyrir Alþingi á næstunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gert er ráð fyr­ir að frum­varp um kvóta­setn­ingu grá­sleppu­veiða verði lagt fyr­ir alþingi fyr­ir lok þessa mánaðar, að því er fram kem­ur í kynn­ingu frum­varps­draga þess efn­is sem birt voru í gær í sam­ráðsgátt stjórn­valda.

Verði frum­varpið samþykkt verða veiðar grá­sleppu­sjó­manna háð því að þeir eigi hlut­deild í heild­arafla­marki hvers árs, en sam­kvæmt frum­varps­drög­un­um er stefnt að því að víkja frá ákvæðum gild­andi laga um að miða skuli við veiðireynslu und­an­far­inna þriggja ára við ákvörðun um hlut­deild. Í stað þess er lagt til að veiðireynsla báta sem hafa stundað grá­sleppu­veiðar verði met­in út frá þrem­ur bestu veiðitíma­bil­um af sex, frá og með ár­inu 2014 til og með ár­inu 2019.

Þrátt fyr­ir að stutt er frá birt­ingu frum­varps­drag­anna hef­ur þegar borist um­sögn og snýr hún ein­mitt á þess­um þætti.

„Mjög mörg leyfi hafa verið í geymslu lengi. Eng­in ástæða er til að út­hluta afla­hlut­deild á veiðileyfi sem ekki hafa verið í notk­un í fjölda ára. Látið þá hafa afla­hlut­deild sem eru að vinna í þessu í dag ekki þá sem eru sest­ir í helg­an stein,“ skrif­ar Vil­hjálm­ur Ólafs­son í um­sögn sinni.

Tak­markað framsal

Verði frum­varp sam­hljóða drög­un­um samþykkt verður há­marks­hlut­deild fiski­skipa í grá­sleppu 2% af heild­arkvóta.

Jafn­framt er framsali afla­heim­ild­anna sett þau tak­mörk að ekki má selja þær milli veiðisvæða. Þó er und­an­tekn­ing þar á og er Fiski­stofu heim­ilt að samþykkja flutn­ing afla­marks milli svæða ef veru­leg­ar breyt­ing­ar verða á nátt­úru­leg­um skil­yrðum veiða.

Veiðisvæðin eru sjö tals­ins. Faxa­flói, Breiðafjörður, Vest­f­irðir, Húna­flói, Norður­land, Aust­ur­land og Suður­land.

Vilja efla nýliðun

„Mark­mið fisk­veiðistjórn­ar er að stuðla að vernd­un og hag­kvæmri nýt­ingu nytja­stofna Íslands og tryggja þannig trausta at­vinnu og byggð í land­inu. Veiðum á helstu nytja­stofn­um er stjórnað með út­hlut­un afla­marks við upp­haf hvers fisk­veiðiárs á grund­velli þeirr­ar afla­hlut­deild­ar sem fiski­skip hafa. Slík fisk­veiðistjórn hef­ur reynst góð með til­liti til þess hversu auðvelt er að stýra því magni sem er veitt hverju sinni og hef­ur það einnig aukið hag­kvæmni veiða. Á þenn­an hátt hafa sjálf­bær­ar veiðar verið tryggðar, verið hvatn­ing til ný­sköp­un­ar, þar sem aðilar reyna að fá sem mest verðmæti úr afla­hlut sín­um sem og stuðlað að bættri um­gengni um auðlind­ina,“ seg­ir um til­efni og nauðsyn boðaðra breyt­inga í grein­ar­gerð frum­varps­drag­anna.

Einnig er vak­in at­hygli á að lít­il nýliðun hafi verið meðal grá­sleppu­sjó­manna á und­an­förn­um ára­tug „þrátt fyr­ir að kostnaður við að hefja veiðar í nú­ver­andi kerfi væri ekki hár. Með því að setja skip­um afla­hlut­deild í grá­sleppu má leiða lík­ur til þess að auk­in hag­kvæmni ná­ist við veiðarn­ar og hugs­an­legt að verðmæti afla­heim­ilda kunni að aukast og því verði kostnaðarsam­ara fyr­ir nýliða að hefja veiðar.“

Grásleppu landað á Húsavík.
Grá­sleppu landað á Húsa­vík. mbl.is/​Hafþór Hreiðars­son

Ráðherra verður heim­ilt að draga 5,3% af afla­heim­ild­um í grá­sleppu og veita nýliðum sem eru að hefja veiðar.

Gert er ráð fyr­ir að út­hlut­un á afla­marki til nýliða verði til eins árs í senn en unnt að fá út­hlutað í nokk­ur ár í röð og að þeim tíma liðnum hafi viðkom­andi út­gerð/​sjó­manni tek­ist að kaupa sér afla­hlut­deild til grá­sleppu­veiða. „Unnt sé að fá út­hlutað nýliðun­ar­afla­marki í nokk­ur ár í röð og að þeim tíma liðnum hafi viðkom­andi út­gerð/​sjó­manni tek­ist að kaupa sér afla­hlut­deild til grá­sleppu­veiða,“ seg­ir í grein­ar­gerðinni.

Auðlinda­gjald á ný

Með samþykkt frum­varps­ins verða grá­sleppu­veiðar gjald­skyld­ar á ný í tengsl­um við inn­heimtu veiðileyf­a­gjöld. Áætlað er að tekj­ur af veiðigjaldi af grá­sleppu muni nema um 35 millj­ón­um króna.

Inn­heimta á að hefjast árið 2024, verði frum­varpið að lög­um.

Kvóta­setn­ing grá­sleppu­veiða er ekki ný hug­mynd og var gerð til­raun til þess gerð fyr­ir nokkr­um árum. Þá hafa grá­sleppu­sjó­menn ekki verið á einu máli en meiri­hluti leyf­is­hafa af­hentu Kristjáni Þór Júlí­us­syni, þáver­andi sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, árið 2020 stuðnings­yf­ir­lýs­ing frá meiri­hluta leyf­is­hafa til grá­sleppu­veiða.

mbl.is