Unnið allan sólarhringinn í hálfan mánuð

Fjögur færeysk skip hafa landað á Fáskrúðsfirði á vertíðinni. Í …
Fjögur færeysk skip hafa landað á Fáskrúðsfirði á vertíðinni. Í gær mættu Götunes og Þrándur í Götu. mbl.is/Albert Kemp

Nóg hef­ur verið um að vera hjá Loðnu­vinnsl­unni á Fá­skrúðsfirði eins og ann­ars staðar á loðnu­vertíðinni, enda er allt gert til að veiða og vinna eins mik­inn loðnu­afla og hægt er, þar sem loðnan drepst eft­ir hrygn­ingu.

„Við erum búin að taka á móti 18 þúsund tonn­um í hrogna­töku og 25 þúsund tonn­um í heild,“ seg­ir Friðrik Mar Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Loðnu­vinnsl­unn­ar, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar.
Friðrik Mar Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Loðnu­vinnsl­unn­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

„Það er ekki litið upp. Starfs­fólkið er búið að vinna all­an sól­ar­hring­inn. Þegar við klár­um hrá­efnið sem við erum með verðum við búin að frysta stans­laust bæði nótt og dag í hálf­an mánuð,“ seg­ir hann.

Nán­ar er rætt við Friðrik Mar um loðnu­vertíðina í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: