Heiða Kristín nýr framkvæmdastjóri Sjávarklasans

Heiða Kristín Helgadóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra Sjávarklasans. …
Heiða Kristín Helgadóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra Sjávarklasans. Hún hefur störf í sumar. Samsett mynd

Heiða Krist­ín Helga­dótt­ir hef­ur verið ráðin í stöðu fram­kvæmda­stjóra Sjáv­ar­klas­ans á Íslandi og hef­ur hún störf í sum­ar en hún hef­ur und­an­far­in ár starfað sem fram­kvæmda­stjóri Nice­land Sea­food auk þess að hafa komið að stofn­un og rekstri hug­búnaðarfyr­ir­tækja hér­lend­is og í Banda­ríkj­un­um.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynnringu frá Sjáv­ar­klas­an­um.

Þar seg­ir að Heiða sé með BA gráðu í stjórn­mála­fræði frá Há­skóla Íslands. Hún hef­ur starfað sem póli­tísk­ur ráðgjafi Þor­gerðar Katrín­ar Gunn­ars­dótt­ur, for­manns Viðreisn­ar frá ára­mót­um og var kosn­inga­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Besta Flokks­ins og einn af stofn­end­um Bjartr­ar Framtíðar.

„Ég hef lengi hrif­ist af starfi Sjáv­ar­klas­ans á Íslandi enda hef­ur kla­sa­hug­mynda­fræðin margsannað gildi sitt við stofn­un og upp­bygg­ingu fyr­ir­tækja og nýrra verk­efna. Sjáv­ar­klas­inn bygg­ir á góðum grunni og er í lyk­il­stöðu sem hreyfiafl í ís­lensku sam­fé­lagi nú þegar áhersl­an á full­nýt­ingu afurða og hringrás­ar­hag­kerfið er í há­mæli. Nýj­asta verk­efni klas­ans, Græn­ir iðngarðar í Helgu­vík er til marks um þann metnað og framtíðar­sýn sem Sjáv­ar­klas­inn hef­ur ætíð staðið fyr­ir og ég er stolt og spennt að fá að leggja lóð mitt á vog­ar­skál­ar Þórs Sig­fús­son­ar stofn­anda klas­ans og hans sam­starfs­fólks við að auka fjöl­breytni í ís­lensku at­vinnu­lífi með áherslu á ný­sköp­un og verðmæta­sköp­un inn­an bláa hag­kerf­is­ins,“ seg­ir Heiða Krist­ín í til­kynn­ing­unni.

Þór Sigfússon er stofnandi Sjávarklasans.
Þór Sig­fús­son er stofn­andi Sjáv­ar­klas­ans. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Það eru spenn­andi tím­ar framund­an hjá Sjáv­ar­klas­an­um en aldrei hef­ur verið meiri og fjöl­breytt­ari sprot­a­starf­semi í bláa hag­kerf­inu. Það er mik­ill feng­ur að fá Heiðu Krist­ínu til liðs við okk­ur. Hún er kraft­mik­il og með víðtæka reynslu sem mun nýt­ast vel við að leiða starfið áfram og tak­ast á við þær áskor­an­ir sem framund­an eru.” seg­ir Þór Sig­fús­son stofn­andi sjáv­ar­klas­ans.

Sjáv­ar­klas­inn vinn­ur að því að stuðla að auk­inni ný­sköp­un í gegn­um aukið sam­starf fyr­ir­tækja og frum­kv-la í sjáv­ar­út­vegi og ann­arri haf­tengdri starf­semi. Hús sjáv­ar­klas­ans er sam­fé­lag yfir 70 fyr­ir­tækja og frum­kvöðla í hafsæk­inni starf­semi. Eru þar að finna fyr­ir­tæki í fisk­eldi, fisk­sölu, sjáv­ar­út­vegs­tækni, hug­búnaði, hönn­un, líf­tækni, snyrti­vör­um og ýmsu öðru. Hús sjáv­ar­klas­ans er sam­fé­lag þess­ara fyr­ir­tækja og vett­vang­ur fyr­ir þau að skapa sam­an ný verðmæti.

mbl.is