Ingi einnig með réttarstöðu sakbornings

Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður
Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður

Ingi Freyr Vil­hjálms­son, blaðamaður á Heim­ild­inni, var kallaður í yf­ir­heyrslu hjá lög­regl­unni á Norður­landi eystra á þriðju­dag­inn vegna rann­sókn­ar á símstuldi og af­drif­um gagna sem voru á hon­um.

Ingi Freyr hef­ur verið með rétt­ar­stöðu sak­born­ings í mál­inu frá upp­hafi, að því er Heim­ild­in grein­ir frá. Hann var ekki upp­lýst­ur um það fyrr en í síðustu viku vegna þess að hann var á sín­um tíma bú­sett­ur er­lend­is.

Fram kem­ur að hann sé með rétt­ar­stöðu sak­born­ings vegna þess að hon­um voru send­ir tölvu­póst­ar haustið 2021, nokkr­um mánuðum eft­ir að um­fjöll­un um „skæru­liðadeild Sam­herja“ birt­ist.

Blaðamenn­irn­ir Aðal­steinn Kjart­ans­son, Þóra Arn­órs­dótt­ir, Þórður Snær Júlí­us­son og Arn­ar Þór Ing­ólfs­son hafa einnig notið rétt­ar­stöðu sak­born­ings í mál­inu og verið yf­ir­heyrð. 

mbl.is