Reikna með að ná kvótanum

Gert er ráð fyrir að skip Síldarvinnslunnar nái að veiða …
Gert er ráð fyrir að skip Síldarvinnslunnar nái að veiða allan þann loðnuafla sem fyrirtækið er með heimild fyrir. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Sigurjón Mikael Jónuson

Enn er góð loðnu­veiði og eru skip Síld­ar­vinnsl­unn­ar brátt að klára all­an þann kvóta sem út­gerðin býr yfir, að því er fram kem­ur á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

Fram kem­ur að Börk­ur NK sé á leiðinni til Nes­kaupstaðar með full­fermi og verður þetta síðasti túr skips­ins á vertíðinni. Barði NK er á miðunum og Bjarni Ólafs­son AK og Beit­ir NK eru á leiðinni á miðin. Munu þessi þrjú skip veiða það sem eft­ir er af heim­ild­um Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

Í Nes­kaupstað í nótt var lokið við að kreista hrogn úr farmi Bjarna Ólafs­son­ar AK og er nú verið að kreista úr farmi Hákons EA.

Þá er Pol­ar Amar­oq á leiðinni með full­fermi til Nes­kaupstaðar og verða hrogn unn­in úr hans farmi. Pol­ar Ammassak er að landa full­fermi á Seyðis­firði og Vil­helm Þor­steins­son er á leiðinni þangað, einnig með full­fermi.

mbl.is