Smábátarnir fastir í ísnum

Það var fallegt í logninu í gær en þykk íshella …
Það var fallegt í logninu í gær en þykk íshella hefur myndast í höfninni í Hafnarfirði og ekki hægt að brjóta ísinn vegna lágsævis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er erfitt að fara í gegn­um ís­inn á plast­bát­um,“ seg­ir Ágúst Ingi Sig­urðsson, yf­ir­hafn­sögumaður í Hafnar­f­irði, en þykk ís­hella ligg­ur nú yfir smá­báta­höfn­inni.

„Þetta ger­ist oft á vetr­um og þegar það hef­ur verið frost í marga daga, þá verða all­ir var­ir við það að ís­inn safn­ast sam­an í höfn­inni. Hins veg­ar er langt síðan að ís­hell­an hef­ur verið jafn þykk og hún er núna,“ sagði Ágúst.

Ísinn hef­ur þó hvergi hindrað um­ferð stærri skipa. Þannig hafa smá­bát­ar legið frosn­ir fast­ir við bryggju í Ólafs­vík og á Sauðár­króki, svo dæmi séu tek­in.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: