Vilja að Bandaríkin hætti aðgerðum gegn TikTok

Bandaríkjamenn vilja breytt eignarhald á TikTok.
Bandaríkjamenn vilja breytt eignarhald á TikTok. AFP/Nicolas Asfouri

Kín­versk stjórn­völd krefjast þess að Banda­rík­in hætti aðgerðum sín­um gegn TikT­ok eft­ir að sam­fé­lags­miðill­inn vin­sæli staðfesti að banda­rísk stjórn­völd hefðu óskað eft­ir að því hann yrði seld­ur. Ann­ars yrði TikT­ok mögu­lega bannað í land­inu.

Banda­rísk stjórn­völd segja að hugs­an­lega stafi ógn við þjóðarör­yggi af sam­fé­lags­miðlin­um, sem er í eigu kín­verska fyr­ir­tæk­is­ins ByteD­ance, vegna þeirra upp­lýs­inga sem hann safn­ar sam­an um millj­ón­ir not­enda sinna.

„Banda­ríkj­un­um hef­ur til þessa ekki tek­ist að sanna að TikT­ok ógni þjóðarör­yggi í Banda­ríkj­un­um,“ sagði Wang Wen­bin, talsmaður kín­verska ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins. Hvatti hann banda­rísk stjórn­völd til að „hætta óskyn­sam­legri kúg­un í garð þessa fyr­ir­tæk­is". 

mbl.is