„Bætir við að ég sé viðurstyggð“

Ásmundur telur talsmáta Helgu Völu í þinginu vera fyrir neðan …
Ásmundur telur talsmáta Helgu Völu í þinginu vera fyrir neðan allar hellur. Samsett mynd

Ásmund­ur Friðriks­son­, þing­maður Sjálf­stæðis­flokks­ins, þver­tek­ur fyr­ir að hann hafi ásakað Helgu Völu Helga­dótt­ur, þing­mann Sam­fylk­ing­ar, að það væri ekk­ert að marka hana þar sem hún hefði grætt svo mikið á flótta­fólki. 

Ásmund­ur seg­ir í sam­tali við mbl.is að hann hafi ein­fald­lega sagt við sessu­naut sinn Sig­ur­jón Þórðar­son að hags­muna­gæsla fyr­ir lög­fræðinga sem væru að vinna fyr­ir hæl­is­leit­end­ur hefði ekki gengið upp í þessu máli. Hann tel­ur tals­máta Helgu Völu á þing­inu ekki boðleg­an.

„Ég var ekki að ásaka hana um neitt en þegar ég segi þetta við mann­inn þá seg­ir hún stund­ar­hátt að ég geri ekki grein­ar­mun á því þegar ég ljúgi eða segi satt og bæt­ir við að ég sé viður­styggð," seg­ir Ásmund­ur.

Bjög­un á lýðræðinu

Þessi orðaskipti áttu sér stað eft­ir at­kvæðagreiðslu um út­lend­inga­frum­varpið á Alþingi. Ásmund­ur tel­ur mála­til­búnað stjórn­ar­and­stöðunn­ar hafa verið fyr­ir neðan all­ar hell­ur í þessu máli. 

„Það var talað um þetta mál í u.þ.b. 150 klukku­stund­ir og er þetta mik­il bjög­un á lýðræðinu. Ég tel að ekki nokkru þjóðþingi í Evr­ópu myndi detta það í hug að bjóða þjóðinni upp á svona málsmeðferð,“ seg­ir Ásmund­ur.

mbl.is