Jeffree Star hjólar í Hailey Bieber

Jeffree Star fór ófögrum orðum um Hailey Bieber í nýjasta …
Jeffree Star fór ófögrum orðum um Hailey Bieber í nýjasta TikTok-myndskeiði hans. Samsett mynd

Youtu­be-stjarn­an Jef­free Star hef­ur litla þol­in­mæði gagn­vart einelti og birti á dög­un­um óvægið mynd­skeið á TikT­ok-reikn­ingi sín­um um Rhode Skin, húðvörumerki fyr­ir­sæt­unn­ar Hailey Bie­ber.

Mynd­skeiðið birti hann eft­ir að Bie­ber og Kylie Jenner voru sakaðar um einelti gegn tón­list­ar­kon­unni Selenu Gomez, sem er fyrr­ver­andi kær­asta eig­in­manns Bie­ber.

Óhrædd­ur við að segja sína skoðun

Star er þekkt­ur fyr­ir að deila förðun­ar­mynd­skeiðum á sam­fé­lags­miðlum sín­um þar sem hann gef­ur áhorf­end­um hrein­skiln­is­legt álit á vör­un­um og er óhrædd­ur við að gagn­rýna vör­ur sem upp­fylla ekki kröf­ur hans. 

Hann fékk á dög­un­um send­an pakka frá Rhode Skin og birti mynd­skeið með yf­ir­skrift­inni: „Prófa vör­ur frá Rhode Skin sem einelt­is­segg­ur­inn og vonda stelp­an Hailey Bie­ber á.“

„Í þessu húsi erum við í liði með Selenu“

Star opnaði pakk­ann og þótti umbúðirn­ar „svo leiðin­leg­ar.“ Hann hélt áfram að gagn­rýna vör­urn­ar og skaut svo föst­um skot­um að Bie­ber sem er dótt­ir Hollywood-stjörn­unn­ar Stephen Baldw­in. 

„Þannig að þegar þú ert í for­rétt­inda­stöðu og not­ar pen­ing­ana hans pabba og þú hef­ur ekki unnið einn dag á æv­inni, ég býst við að þetta sé það sem við ger­um þá,“ sagði Star. 

„Í þessu húsi erum við í liði með Selenu og leggj­um ekki neinn í einelti. Þannig að við ætl­um að sleppa um­fjöll­un dags­ins,“ bætti hann við og gekk með pakk­ann að rusla­tunnu og henti hon­um. 

mbl.is