Gera sjóklárt á grásleppu

Gámakrani var notaður til að sjósetja Halldór NS í Húsavíkurhöfn.
Gámakrani var notaður til að sjósetja Halldór NS í Húsavíkurhöfn. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson

Grá­sleppu­vertíðin hefst í dag, 20. mars, og marg­ir sjó­menn hafa verið að gera sig klára til veiða að und­an­förnu. Fyr­ir helgi var á Húsa­vík verið að sjó­setja Hall­dór NS 302 sem GPG Sea­food ger­ir út. Bátn­um verður nú siglt frá Húsa­vík til Bakka­fjarðar, en þeir 10-15 bát­ar sem fara á grá­sleppu verða ein­mitt flest­ir við NA-landið.

Leyfi­leg­ir veiðidag­ar í upp­hafi vertíðar eru 25, en um mánaðamót­in, þegar niðurstaða úr tog­ar­aralli ligg­ur fyr­ir, verður hugs­an­lega önn­ur ákvörðun tek­in. Fyr­ir ári hljóðaði ráðgjöf­in upp á 6.972 tonn og þá veidd­ust 4.293 tonn.

Á vertíðinni nú er fyrst og fremst sóst eft­ir hrogn­un­um. Kílóverð fyr­ir þau í fyrra var 160 kr. en ekki ligg­ur fyr­ir hvað býðst í ár. Sjó­menn telja þó hækk­un afurðaverðs nauðsyn­lega. Áður fyrr var sóst eft­ir að nýta fisk­inn sjálf­an, sem þá fór á markað í Kína. Fyr­ir hann tók hins veg­ar í kóvidfar­aldr­in­um og hef­ur ekki opn­ast aft­ur, seg­ir Örn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda, í sam­tali við Morg­un­blaðið. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: