Vertíðin á fullu

Beðið eftir löndun. Sigurður VE við löndunarkant sl. sunnudag en …
Beðið eftir löndun. Sigurður VE við löndunarkant sl. sunnudag en Álsey beið. mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Loðnu­vertíðin hef­ur gengið vel og á Þórs­höfn er allt á full­um snún­ingi við hrogna­vinnslu. Unnið er á vökt­um all­an sól­ar­hring­inn og búið er að vinna yfir 1.000 tonn af hrogn­um, sem er það mesta sem unnið hef­ur verið á Þórs­höfn, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu.

Sár­lega hef­ur vantað fleira fólk en Ísfé­lagið á Þórs­höfn aug­lýsti ný­lega eft­ir fólki til að taka þátt í þess­ari tíma­bundnu vinnutörn en þarna verða mik­il verðmæti til fyr­ir þjóðarbúið.

Sig­urður VE-15 landaði full­fermi af góðri hrognaloðnu á Þórs­höfn sl. laug­ar­dag en þá var einnig að hefjast út­skip­un á mjöli. Ekki var næg­ur mann­skap­ur til staðar svo leitað var eft­ir aðstoð frá áhöfn Sig­urðar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: