Enn nokkur skip á loðnuveiðum

Suðurey VE er eitt þeirra skipa sem nú eru stödd …
Suðurey VE er eitt þeirra skipa sem nú eru stödd á veiðum undan Snæfellsjökli. Ljósmynd/Tói Vídó

Enn eru nokk­ur upp­sjáv­ar­skip á loðnu­veiðum und­an Snæ­fells­jökli. Þar eru tvö skip Ísfé­lags Vest­manna­eyja, þau Sig­urður VE og Suðurey VE, en Sig­urður landaði hrognaloðnu á Þórs­höfn síðastliðinn laug­ar­dag.

Einnig er græn­lenska skipið Tasiilaq á veiðum á svæðinu. Barði NK, skip Síld­ar­vinnsl­unn­ar, er á leið af miðunum og er nú við sunn­an­verðan Breiðafjörð.

Sam­kvæmt skrán­ingu Fiski­stofu hafa ís­lensku loðnu­skip­in náð að landa rúm­lega 270 þúsund tonn­um sem er rétt rúm­lega 82% af 329 þúsund tonna loðnu­kvóta þeirra. Lík­lega hef­ur meiri afla verið landað en þar seg­ir þar sem talna­gögn­in upp­fær­ast einn til tvo daga eft­ir lönd­un.

mbl.is