Heiðruð fyrir framlag til samstarfs og nýsköpunar

F.v. Þór Sigfússon stofnandi Íslenska Sjávarklasans, Kristján Þórarinsson, Bryndís Thelma …
F.v. Þór Sigfússon stofnandi Íslenska Sjávarklasans, Kristján Þórarinsson, Bryndís Thelma Jónasdóttir sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd Co/Plus, Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Ólöf Tryggvadóttir og Ólafur Jón Arnbjörnsson. LJósmynd/Sjávarklasinn

Fjór­ar viður­kenn­ing­ar fyr­ir fram­lag til auk­ins sam­starfs og ný­sköp­un­ar inn­an bláa hag­kerf­is­ins eða efl­ingu hringrás­ar­hag­kerf­is­ins voru af­hent­ar í gær við hátíðlega at­höfn í Húsi Sjáv­ar­klas­ans.

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son um­hverf­is, -orku og lofts­lags­ráðherra veitti viður­kenn­ing­arn­ar og ein­kenn­ir þau sem hlutu þær að þessu sinni að þau hafa öll stuðlað að efl­ingu ný­sköp­un­ar og sam­starfs, opnað fleiri mögu­leika fyr­ir ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæki eða styrkt sam­keppn­is­stöðu þeirra á inn­lend­um og alþjóðleg­um vett­vangi, að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu.

Ólöf Tryggva­dótt­ir hlaut viður­kenn­ingu fyr­ir að nýta fjöl­breytt ís­lensk hrá­efni í vör­ur sín­ar hjá frum­kvöðlafyr­ir­tæk­inu Ey­líf. Þannig hef­ur Ólöf búið til tæki­færi fyr­ir ýmsa aðra fram­leiðend­ur á ein­stök­um hrá­efn­um úr nátt­úru­auðlind­um Íslands. Þá hef­ur Ólöf  verið afar áhuga­söm um að deila reynslu sinni og þekk­ingu til annarra frum­kvöðla í klas­an­um og þannig hef­ur hún verið góð fyr­ir­mynd um sam­starf og sam­vinnu í Sjáv­ar­klas­an­um.

Kristján Þór­ar­ins­son stofn­vist­fræðing­ur hef­ur ára­tuga reynslu á sviði sjáv­ar­út­vegs og á alþjóðavett­vangi fiski­mála. Þegar Kristján flutti skrif­stofu sína í Hús sjáv­ar­klas­ans urðu frum­kvöðlar í klas­an­um þess fljótt var­ir að með hon­um kom mikið tengslanet og víðtæk þekk­ing. Kristján hlýt­ur viður­kenn­ingu klas­ans fyr­ir að hafa liðsinnt frum­kvöðlum í klas­an­um við að koma hug­mynd­um í fram­kvæmd. Tengsl rót­gró­inna sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja og frum­kvöðla hafa eflst enn frek­ar með til­komu Kristjáns í Hús sjáv­ar­klas­ans. 

Danska markaðs- og al­manna­tengsla­fyr­ir­tækið Coplus hlýt­ur viður­kenn­ingu Sjáv­ar­klas­ans fyr­ir að reyn­ast afar traust­ur bak­hjarl frum­kvöðla. Coplus hef­ur boðið frum­kvöðlum í Sjáv­ar­klas­an­um aðstoð án end­ur­gjalds við að koma sér bet­ur á fram­færi á inn­lend­um og er­lend­um mörkuðum. Þetta hef­ur reynst frum­kvöðlum ómet­an­legt. Coplus hef­ur aðstoðað mörg af öfl­ug­ustu fram­leiðslu­fyr­ir­tækj­um lands­ins í markaðssetn­ingu og ímynd­ar­vinnu á alþjóðleg­um mörkuðum en hef­ur um leið sýnt frum­kvöðlum ein­stak­an áhuga og liðsinnt þeim við að feta sín fyrstu skref á alþjóðamarkað. 

Ólaf­ur Jón Arn­björns­son skóla­stjóri Fisk­tækni­skól­ans hlaut viður­kenn­ingu klas­ans fyr­ir ómet­an­legt starf í upp­bygg­ingu náms í fisk­eldi og efl­ingu tengsla klas­ans við Fisk­tækni­skól­ann. Allt frá því Ólaf­ur Jón hóf starf­semi Fisk­tækni­skól­ans hef­ur hann verið ótrauður við að kynna ungu fólki tæki­fær­in í sjáv­ar­út­vegi og eflt áhuga og þekk­ingu á því sviði, ekki síst í fisk­eldi. Sam­starf klas­ans og Fisk­tækni­skól­ans hef­ur verið ein­stakt og haft mikla þýðingu fyr­ir upp­bygg­ing­ar­starf Íslenska sjáv­ar­klas­ans.

mbl.is