Munu áfrýja til Landsréttar

Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari.
Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari. mbl.is/Hari

Arna McClure, yf­ir­lög­fræðing­ur Sam­herja, hyggst kæra niður­stöðu Héraðsdóms Reykja­vík­ur frá því í síðustu viku til Lands­rétt­ar. Héraðsdóm­ur hafnaði þar kröfu henn­ar, þess efn­is að rann­sókn héraðssak­sókn­ara á hend­ur henni yrði úr­sk­urðuð ólög­mæt og felld niður.

Þetta staðfest­ir Hall­dór Brynj­ar Hall­dórs­son, lögmaður Örnu, í sam­tali við ViðskiptaMogg­ann.

Héraðsdóm­ur komst að þeirri niður­stöðu að bræðurn­ir Finn­ur Þór Vil­hjálms­son, sak­sókn­ari hjá embætti héraðssak­sókn­ara, sem stýr­ir fyrr­nefndri rann­sókn, og Ingi Freyr Vil­hjálms­son, blaðamaður sem skrifað hef­ur mikið um málið, hefðu ekki per­sónu­legra hags­muna að gæta.

Sama dag og niðurstaðan var birt var greint frá því að Ingi Freyr hefði stöðu sak­born­ings í rann­sókn á máli þar sem Arna kem­ur við sögu.

„Hann ligg­ur und­ir grun um refsi­vert af­brot í garð skjól­stæðings míns. Per­sónu­legri verða hags­mun­irn­ir vart,“ seg­ir Hall­dór Brynj­ar.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: