Rannsókn á Inga Frey víðtækari

Ingi Freyr Vilhjálmsson og svarið sem héraðssaksóknara barst um rannsóknina.
Ingi Freyr Vilhjálmsson og svarið sem héraðssaksóknara barst um rannsóknina. mbl.is/Samsett mynd

Lög­reglu­stjór­inn á Norður­landi seg­ir Inga Frey Vil­hjálms­son, blaðamann á Heim­ild­inni, hafa gert meira en að taka á móti tölvu­pósti í svo­nefndu símastulds­máli.

Ingi Freyr Vil­hjálms­son, blaðamaður á Heim­ild­inni (áður Stund­inni) er grunaður um að hafa notað gögn úr síma Páls Stein­gríms­son­ar, skip­stjóra hjá Sam­herja, sem hafði verði af­ritaður. Þá er Ingi Freyr jafn­framt til rann­sókn­ar vegna þess hvernig staðið var að af­rit­un sím­ans.

Þetta kem­ur fram í svari Lög­reglu­stjór­ans á Norður­landi eystra til Ólafs Þórs Hauks­son­ar héraðssak­sókn­ara, sem spurt hafði um mál Inga Freys, en þær bréfa­skrift­ir má finna í fylgigögn­um með grein­ar­gerð hjá Lands­rétti.

Sem kunn­ugt er hef­ur Lög­reglu­stjór­inn á Norður­landi eystra haft til rann­sókn­ar mál þar sem fyrr­nefndur Páll var lagður inn á sjúkra­hús vegna eitr­un­ar og sími hans tek­inn ófrjálsri hendi á meðan hann lá þar meðvit­und­ar­laus. Sím­inn var svo af­ritaður að ein­hverju eða öllu leyti áður en hon­um var skilað aft­ur til Páls. Á grunni gagna, sem af­rituð voru úr síma Pálsvar fjallað um það sem kallað var skæru­liðadeild Sam­herja í bæði Stund­inni og Kjarn­an­um og var mikið frétta­efni vorið 2021.

Fram hef­ur komið að fimm fjöl­miðlamenn, frá Rík­is­út­varp­inu og Heim­ild­inni (sam­einuðum miðli Kjarn­ans og Stundar­inn­ar) hafa rétt­ar­stöðu sak­born­ings í mál­inu.

Bræður berj­ast við Örnu á sitt­hvor­um vígstaðnum

Fyr­ir­spurn Ólafs Þórs héraðssak­sókn­ara til lög­reglu­stjór­ans er þó út af öðru máli, sem nú teng­ist fyrr­nefndri rann­sókn á símastuld­in­um. Eins og Morg­un­blaðið fjallaði um í byrj­un árs stefndi Arna Bryn­dís McClure, yf­ir­lög­fræðing­ur Sam­herja, héraðssak­sókn­ara fyr­ir dóm þar sem þess var kraf­ist að rann­sókn á henni yrði hætt vegna ætlaðra brota Sam­herja eða starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins í Namib­íu.

Arna hef­ur haft rétt­ar­stöðu sak­born­ings í því máli í þrjú ár. Sá sem stýr­ir rann­sókn­inni er Finn­ur Þór Vil­hjálms­son, sak­sókn­ari hjá héraðssak­sókn­ara, en hann er bróðir Inga Freys blaðamanns. Lögmaður Örnu nefndi meðal ann­ars að Finn­ur Þór væri van­hæf­ur vegna vensla við Inga Frey, sem skrifað hef­ur mikið um málið og var einn af þeim sem hafði um­sjón með sam­an­tekt gagna sem af­hent voru héraðssak­sókn­ara.

Barbara Björns­dótt­ir héraðsdóm­ari hafnaði þó kröfu Örnu í síðustu viku. Í úr­sk­urði dóm­ar­ans kem­ur meðal ann­ars fram að Ingi Freyr hafi ekki per­sónu­lega hags­muni af því hver niðurstaða rann­sókn­ar­inn­ar (á Sam­herja) verður og ekki sé að sjá að skrif hans séu þess eðils að hafa áhrif á hæfi Finns Þórs til að starfa við rann­sókn máls­ins.

Sama dag og niðurstaðan var birt var greint frá því að Ingi Freyr hefði stöðu sak­born­ings í rann­sókn á máli þar sem Arna kem­ur við sögu.

„Hann ligg­ur und­ir grun um refsi­vert af­brot í garð skjól­stæðings míns. Per­sónu­legri verða hags­mun­irn­ir vart,“ sagði Hall­dór Brynj­ar Hall­dórs­son, lögmaður Örnu, í sam­tali við ViðskiptaMogg­ann í morg­un. Hann staðfesti jafn­framt að úr­sk­urður­inn yrði kærður til Lands­rétt­ar.

Lög­regl­an hafði frumkvæði að rétt­ar­stöðu

Áfrýj­un á þeim úr­sk­urði er til­efni fyr­ir­spurn­ar Ólafs Þórs til lög­r­eglu­stjór­ans á Norður­landi eysta. Í tölvu­pósti, sem send­ur var í gærmorg­un spyr Ólaf­ur Þór meðal ann­ars um rétt­ar­stöðu Inga Freys, hvenær hann hafi verið boðaður í yf­ir­heyrslu og hvort sú yf­ir­heyrsla hafi farið fram, hvort hann hafi verið kærður eða hvort að rétt­arstaðan sé til kom­in af frum­kvæði lög­regl­unn­ar, hvort að Arna eigi aðild að mál­inu og hvaða stöðu hún hafi í því.

Lög­reglu­stjór­inn svaraði póst­in­um fyr­ir há­degi í gær, þriðju­dag. Þar kem­ur fram að Ingi Freyr hafi rétt­ar­stöðu sak­born­ings og ástæðan fyr­ir því sé sú að hann hafi notað gögn úr fyrr­nefndu síma og vegna þess hvernig staðið var að af­rit­un sím­ans. Þá kem­ur jafn­framt fram að hann hafi fengið tölvu­pósta frá öðrum aðila máls­ins.

Fram kem­ur að Ingi Freyr hafi verið boðaður í yf­ir­heyrslu hinn 8. mars sl. og að yf­ir­heyrsl­an hafi farið fram 14. mars, þar sem ekki hafi náðst í Inga Frey á fyrri sitg­um máls­ins. Þá kem­ur jafn­framt fram að Inga Frey hafi verið gef­in rétt­arstaðan að frum­kvæði embætt­is lög­r­eglu­stjór­ans á Norður­landi eystra. Loks er þar greint frá því að Arna hafi stöðu brotaþola í mál­inu en að hún sé ekki kær­andi. Hins veg­ar kem­ur fram að hún hafi kært einn sak­born­ing í mál­inu fyr­ir umsát­ur­seinelti, en ekk­ert kem­ur nán­ar fram um það eða um hvern þar er um að ræða.

Þegar frétt­ir bár­ust af því að Inga Frey hefði verið gef­in rétt­arstaða sak­born­ings sendi Blaðamanna­fé­lag Íslands frá sér álykt­un þar sem staða hans var for­dæmd.

„Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um sem Ingi Freyr fékk hjá lög­reglu við skýrslu­töku fyr­ir fá­ein­um dög­um er sak­ar­efnið það eitt að hann var viðtak­andi tölvu­pósts,“ seg­ir í álykt­un Blaðamanna­fé­lags­ins, en af bréfa­skrift­um lög­reglu­stjór­ans og héraðssak­sókn­ara má ljóst vera að sak­ar­efnið er annað og meira.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina