Skattkerfisbreytingar munu ekki bitna á launafólki

Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Samsett mynd

Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra seg­ir þær skatt­kerf­is­breyt­ing­ar sem kynnt­ar verði í næstu fjár­mála­áætl­un muni ekki bitna á launa­fólki. Eins og áður hef­ur verið boðað verði dregið úr íviln­un­um til vist­vænna bíla þannig all­ir taki þátt í fjár­mögn­un vega­kerf­is­ins.

Þetta kom fram í svari Bjarna á Alþingi í dag við fyr­ir­spurn Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laus­son­ar þing­manns Miðflokks­ins um hvort að ráðherra ætlaði að bregðast við verðbólgu með skatta­hækk­un­um eins og for­sæt­is­ráðherra hafi meðal ann­ars gefið í skyn.

Raf­magns­bíl­ar taki þátt í fjár­mögn­un vega­kerf­is­ins

„Þeir sem keyra frítt um göt­urn­ar á raf­magns­bíl­um munu þurfa að fara að taka þátt í að fjár­magna vega­kerfið,“ sagði Bjarni en Fé­lag ís­lenskra bif­reiðaeig­enda (FÍB) hef­ur meðal ann­ars kallað eft­ir því að svo­kölluðu kíló­metra­gjaldi verði komið á fót.

„Mér finnst þetta bara sann­gjarnt þar sem við höf­um verið með mikl­ar íviln­an­ir sem við mun­um draga til baka,“ sagði Bjarni og bætti við að aðrir tekju­stofn­ar verði skoðaðir og kannað hvort mögu­leiki sé á að sækja frek­ari tekj­ur. Þá sé eitt meg­in­verk­efni rík­is­sjóðs að draga úr skulda­söfn­un­inni en nú sé verið að taka lán á hærri vöxt­um en oft und­an­far­in ár.

Álög­ur á um­ferð bitni á öll­um

„Stutta svarið hjá fjár­málaráðherra var já, það verður skoðað að hækka skatta, og þannig reynt á að ná tök­um á rík­is­fjár­mál­un­um með því að taka meira frá al­menn­ingi,“ sagði Sig­mund­ur og bætti við að álög­ur á um­ferð bitni á öll­um al­menn­ingi og spurði hvort ekki stæði til að spara nein staðar.

Bjarni sagðist verða fremst­ur ráðherra að tala fyr­ir aukn­um sparnaði og að tæki­fær­in væru út um allt. Hann benti á að nú þegar hefði verið ráðist í um­fangs­mikla staf­væðingu og hægt væri að ganga enn lengra í þeim mál­um. Þá hefðu ráðuneyti og stofn­an­ir verið sam­einaðar og yrði haldið áfram á þess­ari braut.

mbl.is