Svandís mætir á opinn fund atvinnuveganefndar

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Upp­bygg­ing og framtíð lagar­eld­is á Íslandi verður til umræðu á opn­um fundi at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is nú klukk­an 9 í dag, en þar munu Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra og fleiri full­trú­ar úr ráðuneyt­inu mæta fyr­ir nefnd­ina og ræða ný­lega skýrslu Bost­on Consulting Group um stöðu og framtíð lagar­eld­is á Íslandi.

Fund­ur­inn stend­ur frá klukk­an 9 til 10 í dag, en fund­ar­efnið er ábyrg upp­bygg­ing og framtíð lagar­eld­is á Íslandi og helstu niður­stöður skýrslu alþjóðlega ráðgjafa­fyr­ir­tæk­is­ins Bost­on Consulting Group um stöðu og framtíð lagar­eld­is á Íslandi.

Gest­ir fund­ar­ins verða Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra, Bene­dikt Árna­son ráðuneyt­is­stjóri, Kol­beinn Árna­son, skrif­stofu­stjóri á skrif­stofu mat­væla, Kári Gauta­son, aðstoðarmaður ráðherra, og Iðunn Garðars­dótt­ir, aðstoðarmaður ráðherra.

Hægt verður að fylgj­ast með fund­in­um í beinu streymi hér að neðan á sjón­varps­rás Alþing­is.

Mynd úr útsendingu



mbl.is