Betra að hugsa eins og miðaldra, þreytt kona

Hér má sjá hluta fyrirlesara og netöryggissérfræðinga.
Hér má sjá hluta fyrirlesara og netöryggissérfræðinga. mbl.is/Eggert

Netör­ygg­is­sér­fræðing­ar segja mann­lega þátt­inn og deil­ingu á per­sónu­leg­um upp­lýs­ing­um geta fært netníðing­um meira en fólk haldi. Fólk þurfi að vera „hæfi­lega væni­sjúkt“ varðandi upp­lýs­ing­arn­ar sem það deil­ir. Þá sé blátt bann við sam­fé­lags­miðlin­um TikT­ok ekki lausn á vax­andi vanda.

Árleg ör­ygg­is­ráðstefna netör­ygg­is­fyr­ir­tæk­is­ins Synd­is var hald­in á fimmtu­dag á Grand hót­eli. Meðal ræðumanna voru hinir ýmsu sér­fræðing­ar í netör­ygg­is­mál­um ásamt Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, há­skóla-, iðn- og og ný­sköp­un­ar­ráðherra.

Á ráðstefn­unni kynnti ráðherra hluta netör­ygg­is­áætl­un­ar stjórn­valda til árs­ins 2027. Ljóst er að stjórn­völd hafa mikið verk fyr­ir hönd­um en áætl­un­in inni­held­ur 64 aðgerðir sem stefnt er að því að fram­kvæma.

Mik­il­vægt að vera meðvituð

Ræðumenn ráðstefn­unn­ar fóru yfir hina ýmsu kima netör­ygg­is en þar má einna helst nefna framtíð netör­ygg­is, upp­lýs­inga­gjöf snjall­tækja og hvernig hægt sé að verja sig gegn netárás­um. Ein­blínt var á leiðir sem fyr­ir­tæki gætu farið í að verja sig bet­ur en greini­legt var að mann­legi þátt­ur­inn er veiga­mik­ill í þess­um efn­um. 

Sem dæmi má nefna inni­hald er­ind­is Rachel Tobac, for­stjóra SocialProof Secu­rity. Mark­mið SocialProof er að vekja at­hygli á veik­leik­um ör­yggis­kerfa út frá mann­legri hegðun og hjálpa fyr­ir­tækj­um sem og ein­stak­ling­um að halda gögn­um sín­um ör­ugg­um með því að vera meðvituð um hlut­verk mann­legr­ar hegðunar í að tryggja ör­yggi.

Í ræðu sinni fór Tobac yfir það hvernig netníðing­ar geta notað per­sónu­leg­ar upp­lýs­ing­ar sem fólk ef til vill tel­ur að skipti litlu máli, til þess að ná sínu fram. Sem dæmi má taka upp­lýs­ing­ar um það hverj­um fólk vinn­ur með og mynd­ir af tölvu­skjá­um með upp­lýs­ing­um um for­rit sem fólk not­ar í vinnu sinni. Í raun allt að því hvernig þeim finnst mat­ur­inn í vinn­unni eða hvaða fyr­ir­tæki þau stunda viðskipti við í sínu dag­lega lífi.

Vörn­in er smá væn­i­sýki

Hún sagði netníðinga gjarn­an þykj­ast vera ein­hver sem þú kann­ast við eða nýta nöfn ein­stak­linga sem þú þekk­ir til þess að vinna sér inn traust og fá þig til þess að smella á þá hlekki sem þeir vilja. Svona inn­rás geti til dæm­is verið gerð í gegn­um sím­tal eða með öðrum leiðum.

Tobac seg­ir þó ekki alla von úti og sagði bestu vörn­ina fyr­ir fólk vera að vera „politely paranoid“ eða „hæfi­lega væni­sjúkt“ varðandi það að gefa upp upp­lýs­ing­ar.

Blá bönn ekki rétt leið

Í lok ráðstefn­unn­ar voru haldn­ar umræður þar sem gest­um gafst færi á að spyrja fyr­ir­les­ara spjör­un­um úr. Þar var Tobac til dæm­is spurð hvernig fólk sem geri sér grein fyr­ir því að verið sé að reyna að kom­ast inn í kerfi hafi svarað henni þegar hún hafi verið á hinum end­an­um.

„Mér hef­ur eig­in­lega aldrei verið náð en yf­ir­leitt alltaf er það miðaldra kona sem nær mér. Þær eru tor­tryggn­ar og nenna ekki að svara spurn­ing­un­um mín­um. Það þurfa all­ir að hugsa meira eins og miðaldra, þreytt­ar kon­ur sem nenna ekki að svara,“ sagði Rachel.

Hún sagði þó síðar að Ísland væri bet­ur statt en Banda­rík­in hvað varðar sím­hring­ing­ar inn­an viðkvæmra kerfa vegna ra­f­rænna skil­ríkja.

Þá var pall­borð fyr­ir­les­ara einnig spurt út í mál­efni sam­fé­lags­miðils­ins TikT­ok sem hafa verið mikið rædd hér­lend­is nú ný­verið. Spurn­ing­in var ein­föld, þarf fólk að hætta að nota TikT­ok og ætti að banna TikT­ok á Íslandi.

Finna mátti sama rauða þráðinn í svör­um sér­fræðing­anna, fólk þurfi að fara var­lega, vera meðvitað um það sem það er að gera og hvaða upp­lýs­ing­ar það sé að láta af hendi en lausn­in sé ekki að banna hluti.

Þá var því velt upp að yrði TikT­ok bannað væru aðrir sam­fé­lags­miðlar eins og Face­book ekki langt und­an. Sam­tal um aukið reglu­verk í kring­um sam­fé­lags­miðla þurfi að eiga sér stað frem­ur en hrein og bein bönn.

mbl.is