Vill hrekja gróusögur um eltihrelli

Þorsteinn V. Einarsson er umsjónarmaður Karlmennskunnar.
Þorsteinn V. Einarsson er umsjónarmaður Karlmennskunnar.

Þor­steinn V. Ein­ars­son, kynja­fræðing­ur og um­sjón­ar­maður Karl­mennsk­unn­ar, grein­ir frá því að frá­sögn sé kom­in í dreif­ingu um að hann hafi elti­hrellt lett­neska stúlku árið 2006 eða 2007. Stúlk­an á þá að hafa unnið á skemmti­staðnum Sólón.

Frá þessu grein­ir Þor­steinn á Face­book-síðu Karl­mennsk­unn­ar. Viku eft­ir að frá­sögn­in hafi farið í dreif­ingu hafi skjá­skot farið af stað sem á að sýna skila­boð frá hon­um til stúlk­unn­ar þar sem hann á að hafa hótað henni fyr­ir að segja frá meintu at­viki. Seg­ir hann skila­boðin vera fölsuð.

„Fortíðin mín er eng­inn felu­leik­ur held­ur akkúrat ástæða þess að ég hef ansi raunsanna inn­sýn og skiln­ing á karl­mennsku, áhrif­um, af­leiðing­um og birt­ing­ar­mynd­um henn­ar. Margt sem ég er ekki stolt­ur af, vildi óska að ég hefði haft vit á að sleppa. En að elti­hrella er ekki eitt af því sem ég á sögu um og enn síður að hóta þolend­um,“ skrif­ar Þor­steinn.

Umrædd skilaboð sem eiga að hafa verið frá Þorsteini.
Um­rædd skila­boð sem eiga að hafa verið frá Þor­steini. Skjá­skot/​Face­book

„Ólýs­an­lega sárt“

Hann seg­ir að um sé að ræða nafn­laust skjá­skot dreift af nafn­laus­um aðgangi sem áður hafi drullað yfir þekkt­ar ís­lensk­ar bar­áttu­kon­ur. Nú sé hins veg­ar búið að loka aðgang­in­um.

„Mér finnst ólýs­an­lega sárt að til sé fólk sem er svo illa við mig að það fals­ar skila­boð í mínu nafni og skáld­ar frá­sögn um mig og mis­nota þar með frá­sagn­ar­valdið sem þolend­ur hafa tekið sér.“

mbl.is