40 milljarða loðnuvertíð lauk á hörðum lokaspretti

Loðnan streymir um borð í Börk NK á miðunum fyrr …
Loðnan streymir um borð í Börk NK á miðunum fyrr í mánuðinum. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Björn Steinbekk

Loðnu­vertíðinni lauk fyr­ir fullt og allt um helg­ina og hafa ís­lensku skip­in náð sín­um kvóta en út­gef­inn kvóti nam 329 þúsund tonn­um. Þykir hafa tek­ist ein­stak­lega vel til enda hef­ur gríðarlegu magni af hrognaloðnu verið landað á vertíðinni.

Mik­il óvissa er með end­an­legt út­flutn­ings­verðmæti loðnu­af­urðanna þar sem ekki hef­ur verið lokið við öll viðskipt­in en var­lega áætlað má gera ráð fyr­ir að vertíðin skili yfir 40 millj­örðum króna að því sem 200 míl­ur kom­ast næst.

Fram kom í Morg­un­blaðinu í dag að aldrei hafi verið meira verið fram­leitt af hrogn­um hjá Loðnu­vinnsl­unni á Fá­skrúðsfirði, alls hafi verið landað um 30 þúsund tonn­um af loðnu í hrogna­töku hjá fyr­ir­tæk­inu.

Haf­rann­sókna­stofn­un til­kynnti 24. fe­brú­ar síðastliðinn um að ráðlagður há­marks­afli yrði 459.800 tonn, sem var 184 þúsund tonn­um meira en gert var ráð fyr­ir í fyrri ráðgjöf. Stutt var talið eft­ir af vertíðinni og þurfti því að leggja allt af mörk­um til að ná kvót­an­um.

Veðurfar í mars var með ein­dæm­um gott og gerði það að verk­um að mörg skip misstu ekki einn ein­asta dag af veiðum vegna veðurs en unnið hef­ur verið ákaft í afurðastöðvum lands­ins.

Mann­skap­ur tek­inn úr salt­fiski

„Við fryst­um alls um 9.000 tonn af loðnu og loðnu­hrogn­um, marg­falt meira en gera mátti ráð fyr­ir í fyrstu,“ seg­ir Sig­ur­geir B. Krist­geirs­son (Binni), fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar, um loðnu­vertíðina í færslu sem birt var ný­verið á vef fyr­ir­tæk­is­ins.

„Í upp­hafi bjugg­um við okk­ur nefni­lega und­ir vertíð í tveim­ur stutt­um lot­um, ann­ars veg­ar í loðnu­fryst­ingu, hins veg­ar í hrogna­fryst­ingu. Afla­heim­ild­irn­ar okk­ar voru fyrst um 15.000 tonn en enduðu í tæp­lega 40.000 tonn­um,“ út­skýr­ir hann.

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, Binni, er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum.
Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, Binni, er fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar í Vest­manna­eyj­um. mbl.is/Ó​skar Pét­ur Friðriks­son.

Sem bet­ur fer hafi veður­skil­yrði verið góð og gengu því veiðar vel. Unnið var sam­fellt dag og nótt frá 15. fe­brú­ar til 21. mars. „Svona nokkuð höf­um við aldrei upp­lifað áður.“

„Upp­sjáv­ar­vinnsl­an kallaði eðli­lega á meiri mann­skap en við sáum fyr­ir. Þess vegna urðum við að færa fólk þangað úr salt­fisk­in­um og draga tíma­bundið úr salt­fisk­fram­leiðslu. Nú hrekk­ur sá þátt­ur starf­sem­inn­ar í fyrra horf. […] Ég á eng­in orð til að lýsa þakk­læti í garð starfs­fólks okk­ar og þraut­seigju þess til sjós og lands. Vinnu­álagið var gríðarlegt í vertíðartörn sem á sér enga hliðstæðu í fyr­ir­tæk­inu. Starfs­fólkið stóð sig frá­bær­lega og gott bet­ur en það,“ seg­ir Binni.

Besta vertíðin í lang­an tíma

Þessi gríðarlega aukn­ing í afla­heim­ild­um hafði áhrif á all­ar upp­sjáv­ar­út­gerðir lands­ins og jókst til að mynda loðnu­kvóti Ísfé­lags Vest­manna­eyja úr 35 þúsund tonn­um í 64 þúsund tonn.

„Við höf­um lokið við veiðarn­ar og Ísfé­lags­skip­in búin að veiða 64.000 tonn á þess­ari loðnu­vertíð sem verður að telj­ast ein sú besta í lang­an tíma,“ var haft eft­ir Eyþóri Harðar­syni, út­gerðar­stjóra Ísfé­lags Vest­manna­eyja, á Eyj­ar.net fyr­ir helgi.

Þar upp­lýsti hann að 12.600 tonn hafi farið í heilfrysta loðnu og hrogn, en af­gang­ur­inn hafi farið í bræðslu.

Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélags Vestmannaeyja.
Eyþór Harðar­son, út­gerðar­stjóri Ísfé­lags Vest­manna­eyja. mbl.is/Ó​skar Pét­ur Friðriks­son
mbl.is