Ólafur svarar gagnrýni um fyrri efasemdir

Ólafur Teitur Guðnason samskiptastjóri Carbfix.
Ólafur Teitur Guðnason samskiptastjóri Carbfix.

Ólaf­ur Teit­ur Guðna­son, sam­skipta­stjóri Car­bfix, skýrði af­stöðu sína varðandi loft­lags­mál skýra í færslu á Face­book síðu sinni í gær. Í frétt Mann­lífs, sem birt­ist á sunnu­dag­inn, voru gaml­ir pistl­ar Ólafs úr Viðskipta­blaðinu rifjaðir upp, en ófá­ir þeirra fjölluðu um efa­semd­ir og tor­tryggni gagn­vart loft­lags­vá, um­hverf­is­mál­um og fjöl­miðla­flutn­ingi þar á.

Ólaf­ur Teit­ur skrifaði viku­lega pistla í Viðskipta­blaðið á ár­un­um 2004-2007, en þeir snéru einkum að grein­ingu og gagn­rýni Ólafs á ís­lensk­um frétta­flutn­ingi.

Veit bet­ur í dag

Í færslu á Face­book síðu sinni kveðst Ólaf­ur Teit­ur vita bet­ur í dag og að hon­um hafi orðið ljóst að fyrri afstaða hans væri ekki rétt fyr­ir all­nokkr­um árum. Í dag er hann þó ekki í nokkr­um vafa.

„Það er al­veg krist­al­tært í mín­um huga að lofts­lags­vá­in er ein al­var­leg­asta ógn­in sem mann­kynið stend­ur frammi fyr­ir. Við höf­um stefnt lífs­skil­yrðum til framtíðar í stór­hættu og á okk­ur öll­um hvíl­ir þung ábyrgð um að bregðast hratt og af­ger­andi við.“

Blaðamaður Mann­lífs, Svan­ur Már Snorra­son, sagði í frétt­inni að það væri „ögr­andi“ að maður með slík­ar skoðanir hefði verið ráðin til Car­bfix.  

Ólaf­ur Teit­ur seg­ir það ekki trufla sig að þurfa að viður­kenna að hann hafi haft rangt fyr­ir sér á sín­um tíma en að hon­um þyki miður að fyrri skoðanir hans kasti rýrð á það starf sem sam­starfs­fólk hans hjá Car­bfix hafi unnið.

Færsl­una má lesa í heild sinni hér fyr­ir neðan.


mbl.is