Sigurður á sinni 31. grásleppuvertíð

Gert að aflanum á bryggjunni á Húsavík í gærmorgun. Sigurður …
Gert að aflanum á bryggjunni á Húsavík í gærmorgun. Sigurður hefur verið lengi til sjós. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

„Grásleppuveiðin síðustu daga hefur verið ágæt en sjómennska eins og þessi getur verið púl,“ segir Sigurður Kristjánsson, sjómaður á Húsavík, í Morgunblaðinu í dag. Hann er annar tveggja sjómanna þar í bæ sem gera út á grásleppu, en sú vertíð er nýlega hafin.

Stutt er á miðin að sögn Sigurðar. „Ég hef að undanförnu verið hér rétt austan við Húsavíkina; út af Höfðanum og á Lundeyjarsundi. Þetta er ekki langt að fara.“

„Vertíðin hófst 20. mars og síðan þá hef ég farið í tvo róðra. Lagði út 55 net og í síðustu ferð var ég með 36 slík í sjó. Í þau náði ég um 700-800 kílóum af grásleppu sem ég seldi á fiskmarkaðinn hér á Húsavík,“ segir hann.

Viðtalið við Sigurð má nálgast í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: