Byrjaður að fara á stefnumót eftir skilnaðinn

NFL-kappinn Tom Brady er byrjaður að fara á stefnumót eftir …
NFL-kappinn Tom Brady er byrjaður að fara á stefnumót eftir skilnaðinn. Skjáskot/Instagram

NFL-stjarn­an Tom Bra­dy er byrjaður að fara á stefnu­mót eft­ir skilnað hans og of­ur­fyr­ir­sæt­unn­ar Gisele Bündchen. 

Bra­dy virðist vera til­bú­inn að finna ást­ina á ný, en heim­ild­armaður Page Six seg­ir hann vera byrjaðan að fara á stefnu­mót. „Hann er að versla. Hann er á ferðinni,“ út­skýrði hann og bætti við að Bra­dy væri þegar bú­inn að fara á nokk­ur stefnu­mót. 

Bra­dy og Bündchen höfðu verið gift í 13 ár þegar þau ákváðu að skilja í októ­ber síðastliðnum. Skilnaður­inn vakti mikla at­hygli í fjöl­miðlum þar sem Bra­dy var sagður hafa valið fót­bolt­ann yfir eig­in­konu sína.

Bra­dy og Bündchen eiga tvö börn sam­an, Vi­vi­an og Benjam­in. Þá á Bra­dy einnig son­inn Jack með fyrr­ver­andi kær­ustu sinni, Bridget Moyna­h­an. 

mbl.is