NFL-stjarnan Tom Brady er byrjaður að fara á stefnumót eftir skilnað hans og ofurfyrirsætunnar Gisele Bündchen.
Brady virðist vera tilbúinn að finna ástina á ný, en heimildarmaður Page Six segir hann vera byrjaðan að fara á stefnumót. „Hann er að versla. Hann er á ferðinni,“ útskýrði hann og bætti við að Brady væri þegar búinn að fara á nokkur stefnumót.
Brady og Bündchen höfðu verið gift í 13 ár þegar þau ákváðu að skilja í október síðastliðnum. Skilnaðurinn vakti mikla athygli í fjölmiðlum þar sem Brady var sagður hafa valið fótboltann yfir eiginkonu sína.
Brady og Bündchen eiga tvö börn saman, Vivian og Benjamin. Þá á Brady einnig soninn Jack með fyrrverandi kærustu sinni, Bridget Moynahan.