Síldarvinnslan skoðar kaup í félagi Samherja

Ice Fresh Seafood hefur sinnt sölu og markaðsteningu afurða Samherja …
Ice Fresh Seafood hefur sinnt sölu og markaðsteningu afurða Samherja um árabil. Síldarvinnslan skoðar nú kaup á helmingshlut í sölufélaginu. Ljósmynd/Samherji/Þorgeir Baldursson

Stjórn Síld­ar­vinnsl­unn­ar hf. hef­ur samþykkt að hefja viðræður við Sam­herja hf. um kaup á helm­ings­hlut í sölu­fé­lag­inu Ice Fresh Sea­food ehf., að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu Síld­ar­vinnsl­unn­ar til kaup­hall­ar­inn­ar í dag.

„Tel­ur stjórn­in það rök­rétt fram­hald af vexti og aukn­um um­svif­um Síld­ar­vinnsl­unn­ar hf. á síðustu árum, m.a. með kaup­um á Vísi hf., að kanna frek­ari mögu­leika á því að  styrkja sölu- og markaðsmál fé­lags­ins,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Ice Fresh Sea­food ehf. er að fullu í eigu Sam­herja hf. sem er eig­andi að 30,06% hlut í Síld­ar­vinnsl­unni hf. Þá seg­ir að vegna þessa hafi stjórn­ar­formaður Síld­ar­vinnsl­unn­ar hf., Þor­steinn Már Bald­vins­son, sem er jafn­framt for­stjóri Sam­herja hf., ekki tekið þátt í meðferð máls­ins og ákvörðun inn­an stjórn­ar Síld­ar­vinnsl­unn­ar hf.

Ice Fresh Sea­food ehf. hef­ur um langt skeið verið leiðandi í sölu- og markaðssetn­ingu sjáv­ar­af­urða frá Íslandi og hef­ur meðal ann­ars ann­ast sölu hluta afurða Síld­ar­vinnsl­unn­ar og Vís­is á und­an­förn­um árum. Söl­u­net fyr­ir­tæk­is­ins nær til yfir 60 ríkja og er þar að finna ára­tuga þekk­ingu og viðskipta­sam­bönd á helstu mörkuðum fyr­ir ís­lenskt sjáv­ar­fang.

Þá seg­ir að lok­um í til­kynn­ing­unni að gerð verði nán­ari grein fyr­ir efni og niður­stöðum fyr­ir­hugaðra viðræðna og viðskipta um leið og slík­ar upp­lýs­ing­ar liggja fyr­ir.

mbl.is