Fyrstu skógar­kol­efnis­einingarnar seldar

Skógur í Heiðmörk.
Skógur í Heiðmörk. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrstu skóg­ar­kol­efnisein­ing­arn­ar í tengsl­um við ný­legt verk­efni Skóg­rækt­ar­inn­ar hafa verið seld­ar hér á landi. Það var fyr­ir­tækið Yggdras­ill Car­bon sem hafði milli­göngu um söl­una, að lok­inni vott­un, fyr­ir land­eig­anda í Fljóts­dal í byrj­un þessa árs. Kaup­end­ur voru Íslands­banki og Deloitte.

„Þetta eru frá­bær tíðindi og við erum mjög ánægð að Íslands­banki og Deloitte sýni verk­efn­inu okk­ar það traust að taka þátt í því frá upp­hafi. Við vænt­um þess að fleiri komi með í veg­ferðina fljót­lega,“ seg­ir Björg­vin Stefán Pét­urs­son, fram­kvæmda­stjóri Yggdras­ils Car­bon.

Viður­kennt vott­un­ar­ferli 

Verk­efni Skóg­rækt­ar­inn­ar nefn­ist Skóg­ar­kol­efni og snýst um að koma á fót viður­kenndu ferli vott­un­ar á bind­ingu kol­efn­is með ný­skóg­rækt.

Ein skóg­ar­kol­efnisein­ing sam­svar­ar einu tonni af kolt­ví­sýr­ingi í and­rúms­loft­inu sem er bundið í skógi. Til að jafna los­un á einu tonni af kolt­ví­sýr­ingi þarf því að telja fram eina skóg­ar­kol­efnisein­ingu. Til að slík­ar ein­ing­ar geti orðið til þarf að rækta nýj­an skóg, fá kol­efn­is­bind­ing­una vottaða og skráða í Lofts­lags­skrá Íslands, að því er kem­ur fram á vefsíðu verk­efn­is­ins.

Björgvin Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri Yggdrasils Carbon.
Björg­vin Stefán Pét­urs­son, fram­kvæmda­stjóri Yggdras­ils Car­bon. Ljós­mynd/​Unn­ar Erl­ings­son

Nota ekki fyrr en skóg­ur­inn hef­ur vaxið

Yggdras­ill Car­bon er í sam­skipt­um við land­eig­end­ur úti um allt land vegna sam­starfs­verk­efn­is þeirra og Skóg­rækt­ar­inn­ar. Svæðið sem um ræðir í Fljóts­dal var gróður­sett síðasta sum­ar. Kaup­end­urn­ir, Íslands­banki og Deloitte, nota kol­efnisein­ing­arn­ar sem þeir keyptu í sínu græna bók­haldi en geta ekki notað þær á móti los­un gróður­húsaloft­teg­unda í bók­haldi fyrr en skóg­ur­inn er bú­inn að vaxa meira. Samt sem áður geta kaup­end­urn­ir selt kol­efnisein­ing­arn­ar ef þeim sýn­ist svo, á meðan þeir hafa ekki notað þær.

Spurður seg­ir Björg­vin Stefán að fyr­ir­tæk­in geti byrjað að nota ein­ing­arn­ar í sínu bók­haldi þegar skóg­ur­inn er byrjaður að raun­binda kol­efni. Fyrstu ein­ing­arn­ar verða gefn­ar út á fimmta ári en þær ná há­marks­bind­ingu um miðbik samn­ings­tím­ans eða frá 25. til 35. árs.

Hann tek­ur fram að var­an sem Yggdras­ill Car­bon sel­ur, vottaðar ein­ing­ar í bið, eru ekki notaðar til að kol­efnis­jafna út rekst­ur fyr­ir­tækja á því ári sem þær eru keypt­ar held­ur á þeim árum sem ein­ing­arn­ar verða raun­veru­lega til.

Verk­efni til næstu 50 ára

„Núna er verið að tryggja sig inn í framtíðina með því að kaupa ein­ing­ar í bið. Fyr­ir­tæki eru að horfa mun lengra en næstu 12 mánuði. Þessi verk­efni hjá okk­ur eru til 50 ára,“ seg­ir Björg­vin og bæt­ir við mörg fleiri verk­efni séu í bíg­erð í sum­ar. Í raun hafi fjöldi þeirra tvö­fald­ast frá síðasta ári.

Fyrstu skógarkolefniseiningarnar í tengslum við verkefnið hafa verið seldar hérlendis.
Fyrstu skóg­ar­kol­efnisein­ing­arn­ar í tengsl­um við verk­efnið hafa verið seld­ar hér­lend­is. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Spurður seg­ir hann að mikl­ir vaxt­ar­mögu­leik­ar séu í þess­um geira og tel­ur að inn­an fárra ára verði öll­um fyr­ir­tækj­um gert skylt að kol­efnis­jafna rekst­ur sinn.

„Það eru fleiri og fleiri fyr­ir­tæki að átta sig á því að þau verða að fara að taka ábyrgð á eig­in los­un. Þegar þau finna að í Evr­ópu er að verða til reglu­verk um að fyr­ir­tæki verða að skila af sér lofts­lags­bók­haldi þá fara þau að taka þessi mál al­var­lega,“ bæt­ir hann við.

mbl.is