Útvarps-og sjónvarpsstjarnan, Andri Freyr Viðarsson, er kominn með kærustu. Hann er meðal stjórnenda í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 en auk þess hefur hann stýrt fjölda sjónvarpsþátta í gegnum tíðina. Það sem einkennir Andra Frey er hvað hann er alltaf léttur og með húmorinn í forgrunni.
Það er því ekki skrýtið að hann hafi fallið fyrir Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengli því hún býr yfir ríkulegum húmor og sér lífið í kómískara ljósi en margir aðrir. Vísir.is greindi fyrst frá sambandi þeirra.