Í 71. skipti skilaði Emilía AK ekki aflaupplýsingum

Báturinn er gerður út frá Akranesi.
Báturinn er gerður út frá Akranesi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Línu- og hand­færa­bát­ur­inn Em­il­ía AK-57 hef­ur verið svipt­ur veiðileyfi í at­vinnu­skyni í fjór­ar vik­ur, frá 20. apríl til 17. maí, fyr­ir að hafa ekki skilað af­la­upp­lýs­ing­um til Fiski­stofu í 71 aðgreindu til­viki og of seint í níu á tveim­ur tíma­bil­um.

Fiski­stofa met­ur brot­in meiri­hátt­ar og tel­ur að þau hafi verið fram­in af yf­ir­lögðu ráði, enda hafi málsaðili haldið áfram að fremja brot­in þrátt fyr­ir að vak­in hafi verið at­hygli hans á skyldu til að skila af­la­upp­lýs­ing­um. Það hafi því ekki komið til greina að veita áminn­ingu.

Þetta kem­ur fram í ákvörðun Fiski­stofu um leyf­is­svipt­ing­una sem birt hef­ur verið á vef stofn­un­ar­inn­ar. Ákvörðunin hef­ur ít­rek­un­ar­áhrif í tvö ár.

Taldi sig eiga skilið hrós

Síðara tíma­bilið sem um ræðir er frá 3. apríl til 25. nóv­em­ber 2022 og á þeim tíma var af­la­upp­lýs­ing­um ekki skilað í 56 til­vik­um og of seint í níu.

Í ákvörðun Fiski­stofu seg­ir að málsaðili hafi borið fyr­ir sér að lög­skráðir skip­stjór­ar um borð hafi á strand­veiðitíma­bil­inu 2022 ekki sent afla­dag­bók og að Fiski­stofa hafi ekki brugðist við. Í ljósi þessi hafi verið dreg­in sú álykt­un að ekki væri þörf á að skila af­laup­lýs­ing­um til Fiski­stofu þegar Em­il­ía AK hóf gildruveiðar eft­ir að strand­veiðitíma­bil­inu lauk.

Fiski­stofa bend­ir hins veg­ar á að með sím­töl­um hafi rekstr­araðila verið leiðbeint þegar 20. maí 2022 og svo aft­ur 18. og 19. októ­ber sama ár. „Í bæði skipti var málsaðila leiðbeint um skyldu skip­stjóra til að skila af­la­upp­lýs­ing­um áður en skip er lagt að bryggju og brýnt fyr­ir málsaðila að fara í hví­vetna að lög­um og regl­um um skil af­la­upp­lýs­inga,“ seg­ir í ákvörðun­inni.

Fram­kvæmda­stjóri málsaðila hafi ekki verið sam­mála stofn­unn­ini og á að hafa upp­lýst „starfs­manni Fiski­stofu um að það  væri „prinsipp mál“ að skila ekki af­la­upp­lýs­ing­um til fiski­stofu. Um­rædd skil tækju allt of lang­an tíma og væri bara bull. Það sama gilti um sér­veiðileyfi hans. Þess í stað ætti Fiski­stofa að hrósa hon­um og láta hann af­skipta­laus­an með sitt.“

Fiskistofa kveðst hafa leiðbeint málsaðila í sambandi við skil á …
Fiski­stofa kveðst hafa leiðbeint málsaðila í sam­bandi við skil á af­la­upp­lýs­ing­um. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Má nota farsíma

Fram kem­ur í máls­gögn­um að Fiski­stofa hafi fyrst í er­indi 23. des­em­ber 2021 upp­lýst út­gerðaraðila Em­il­íu AK um skyldu til að skila af­la­upp­lýs­ing­um. Engu að síður var af­la­upp­lýs­ing­um ekki skilað í fimmtán skipti í janú­ar, fe­brú­ar og mars 2022.

Í þessu til­viki sagði málsaðili það varða ör­yggi við stjórn og sigl­ingu skipa og vísaði til þess að notk­un farsíma væri bönnuð við stjórn fiski­skipa. „Fiski­stofa fellst ekki á þessi sjón­ar­mið málsaðila. Notk­un farsíma er ekki bönnuð við stjórn og sigl­ingu skipa sam­kvæmt ís­lensk­um lög­um. Skip­stjóri skal hins veg­ar sjá til þess að skipi sé stjórnað og með það farið í sam­ræmi við góðar venj­ur og kunn­áttu í sigl­ing­um og sjó­mennsku,“ seg­ir í ákvörðun­inni.

Á þessu tíma­bili var Mar út­gerð ehf. skráð fyr­ir bátn­um en all­ir eig­end­ur þess fé­lags og nú­ver­andi út­gerðar, Em­il­ía AK-57 út­gerð ehf. eru tengd­ir fjöl­skyldu­bönd­um. Fram­kvæmda­stjór­inn hafi því verið full kunn­ugt um málið og fellst því Fiski­stofa ekki á að stofn­un­in hafi setið af­skipta­laus fyrri skipti sem af­la­upp­lýs­ing­um hafi ekki verið skilað.

Fiski­stofa seg­ir máls­at­vik óum­deild og „ekki uppi vafi um hina meintu hátt­semi enda byggja um­rædd brot á gögn­um, og hvort þeim hafi verið skilað eða ekki.“

mbl.is