Hætti aldrei að leika

Birna Rún Eiríksdóttir setur ekki öll eggin sín í sömu …
Birna Rún Eiríksdóttir setur ekki öll eggin sín í sömu körfu. mbl.is/Ásdís

Birna leik­ur í Arf­in­um mín­um, sem kem­ur í kjöl­farið á Jarðarför­inni minni og Brúðkaup­inu mínu, og lok­ar þar með hringn­um. Eins og marg­ir muna fer Laddi þar á kost­um í aðal­hlut­verk­inu. En áður en við ræðum um Arf­inn seg­ir Birna frá því sem hún hef­ur verið að bralla und­an­far­in ár.

Birna er sjálf með TikT­ok-reikn­ing, en hún fór fyrst að skoða TikT­ok fyr­ir al­vöru fyr­ir nokkr­um árum.

„Ég laum­ast með smá grín þarna inn á og svo kom mér það á óvart hvað þetta var fljótt að vaxa og ég er með tæp­lega ell­efu þúsund fylgj­end­ur. Ári seinna er þetta mín helsta vinna og er ástæðan fyr­ir því að ég er í raun orðin skemmtikraft­ur. Ég hef svo verið að skoða þetta form en mitt hliðaráhuga­mál er markaðsmál,“ seg­ir Birna og seg­ist í kjöl­farið hafa farið í sam­starf við fyr­ir­tæki og aug­lýs­inga­stof­ur sem vilja nýta sér TikT­ok.

„Markaðsstof­an Kvartz hafði sam­band við mig og þá varð til þessi TikT­ok-þjón­usta, þar sem fólk get­ur fengið ráðgjöf hjá mér,“ seg­ir Birna og hún seg­ir TikT­ok vera framtíðina.

„Heim­ur­inn er á TikT­ok!“ seg­ir Birna og seg­ir meira en nóg að gera í þess­um bransa.

Laddi er ynd­is­leg­ur

Um pásk­ana kem­ur á skjá­inn hjá Sjón­varpi sím­ans Arf­ur­inn minn, þriðja og síðasta serí­an um Bene­dikt, sem Laddi leik­ur. Birna leik­ur þar tengda­dótt­ur Bene­dikts.

„Það er al­gjör­lega dá­sam­legt að leika með Ladda. Hann er ynd­is­leg­ur maður frá toppi til táar. Hann er maður sem all­ir geta lært af,“ seg­ir Birna og seg­ir tök­urn­ar hafi farið fram í des­em­ber síðastliðnum og allt gengið að ósk­um.

Birna leikur á móti Ævari Þór Benediktssyni í Arfinum mínum, …
Birna leik­ur á móti Ævari Þór Bene­dikts­syni í Arf­in­um mín­um, eins og hún gerði einnig í Jarðarför­inni minni og Brúðkaup­inu mínu. Arf­ur­inn minnn verður sýnd­ur um pásk­ana í Sjón­varpi sím­ans.

Birna held­ur nú áfram að vinna að fjöl­breytt­um verk­efn­um.

„Ég er á góðri leið í átt að mark­miðum mín­um og hlakka til að fá leik­stýra meira,“ seg­ir Birna og seg­ist alls ekki slá hend­inni á móti góðum hlut­verk­um.

„Mér finnst alltaf gam­an að leika og hætti því aldrei,“ seg­ir Birna og seg­ist ekki dreyma um frægð og frama í Hollywood.

„Mér finnst meira spenn­andi að gera flott skandi­nav­ískt efni; kvik­mynd­ir og sjón­varp.“

Ítar­legra viðtal við Birnu er í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina. Viðtalið í heild verður í Dag­málsþætti mánu­dag­inn 3. apríl.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: