62 ára og með fimm í takinu

Sjónvarpskonan Carol Vorderman talaði á dögunum opinskátt um ástarlíf sitt.
Sjónvarpskonan Carol Vorderman talaði á dögunum opinskátt um ástarlíf sitt. AFP

Sjón­varps­kon­an Carol Vor­derm­an talaði á dög­un­um op­in­skátt um ástar­líf sitt og þá staðreynd að hún sé með fimm „sér­staka vini“ í tak­inu. 

Í viðtali við tíma­ritið You seg­ir Vor­derm­an sam­bönd­in ganga mjög vel og að þau virki vegna þess að hún vilji ekki vera ást­fang­in og sé ekki af­brýðisöm mann­eskja. Hún seg­ir elsk­end­ur sína alla vera ein­hleypa, þar með tal­in hún sjálf, og að henni sé sama þó ein­hver þeirra myndi finna ást­ina ann­ars staðar, að því er fram kem­ur á vef Daily Mail

„Ó, já, já, „sér­stöku vin­ir mín­ir“ – ég er að halda áfram með það kerfi og það virk­ar mjög vel,“ sagði hún. „Þeir eru fimm. Einn hef­ur verið vin­ur minn í 11 ár og ann­ar í 7 ár. Börn­in mín þekkja þá flesta.“

Seg­ist njóta frels­is­ins

Vor­derm­an seg­ist njóta sjálf­stæðis­ins og frels­is­ins sem þetta „kerfi“ henn­ar býður upp á og seg­ir að það sé ekk­ert vanda­mál ef vin­ir henn­ar vilja meiri nánd en hún svo lengi sem all­ir séu heiðarleg­ir og hafi það gott.

Vor­derm­an hef­ur verið ein­hleyp frá ár­inu 2007 þegar hún skildi við blaðamann­inn Des Kelly. Fyr­ir það var hún tvisvar gift, ann­ars veg­ar Christoph­er Mat­her frá ár­inu 1985 til 1986 og hins veg­ar Pat­rick King frá ár­inu 1990 til 2000, en hún og King eignuðust tvö börn sam­an.

mbl.is