Fagna áratugar starfi í þágu jafnréttis í sjávarútvegi

„Markmið félagsins er einfalt, við viljum fleiri konur í þessa …
„Markmið félagsins er einfalt, við viljum fleiri konur í þessa stórskemmtilegu grein,“ segir Margrét Kristín Pétursdóttir, formaður KIS - félags kvenna í sjávarútvegi. Ljósmynd/Þórkatla Albertsdóttir

Hinn 26. ág­úst verður fé­lag kvenna í sjáv­ar­út­vegi, KIS, 10 ára. Stefnt er að því að gefa út sér­stakt af­mæl­is­rit og halda upp á tíma­mót­in með hátíðleg­um hætti. Dag­skrá­in er enn í mót­un en Mar­grét Krist­ín Pét­urs­dótt­ir, formaður KIS, lof­ar því að hún verði góð. Í viðtali í síðasta blaði 200 mílna kveðst hún þakk­lát fyr­ir­renn­ur­um sín­um

„Í mín­um huga mark­ar 10 ára af­mæli KIS ákveðna og mark­vissa sam­stöðu kvenna í sjáv­ar­út­vegi. Sam­stöðu sem ein­kenn­ist af áhuga á grein­inni, framtíðar­sýn og krafti sem get­ur nýst henni á marg­vís­leg­an hátt. Í þessi ár höf­um við eflt kon­ur í geir­an­um og unnið mark­visst í því að gera þær sýni­legri,“ seg­ir Mar­grét sem tók við for­mennsku fé­lags­ins á síðasta ári.

„Fé­lagið hef­ur haft digga bak­hjarla eins og Íslands­banka sem hef­ur frá upp­hafi gert fé­lag­inu kleift að vaxa og styrkj­ast og met­ur fé­lagið það mik­ils. Há­skól­inn á Ak­ur­eyri er einnig bak­hjarl fé­lags­ins en þar er boðið upp á öfl­ugt nám í sjáv­ar­út­vegs­fræði og líf­tækni við Auðlinda­deild skól­ans, sem marg­ar kon­ur hafa sótt og skilað öfl­ug­um starfs­kröft­um inn í grein­ina. Sett hef­ur verið upp Mentor-pró­gramm KIS þar sem fé­lags­kon­ur bjóða sig fram við að aðstoða nem­end­ur við Auðlinda­deild skól­ans með mánaðarleg­um fund­um og þannig hjálpa nem­end­um að tengja nám sitt við at­vinnu­lífið.“

Rúm­lega 300 kon­ur eru í KIS og fer þeim fjölg­andi að sögn Mar­grét­ar sem seg­ir jafn­framt viðburði vel sótta.

Lesa má viðtalið við Mar­gréti í blaði 200 mílna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: