Áskell ÞH sviptur leyfi vegna brottkasts

Togarinn Áskell ÞH hefur verið sviptur veiðileyfi í tvær vikur …
Togarinn Áskell ÞH hefur verið sviptur veiðileyfi í tvær vikur vegna brottkasts. Ljósmynd/Gjögur ehf.

Fiski­stofa hef­ur svipt tog­ar­an Áskel ÞH-48 sem Gjög­ur ger­ir út leyfi til veiða í at­vinnu­skyni í fjór­tán daga frá og með 1. maí næst­kom­andi vegna brott­kasts á 74 fisk­um á aðeins 48 mín­út­um sem Fiski­stofa seg­ir vera „meiri­hátt­ar“ brot gegn lög­um um stjórn fisk­veiða.

Land­heglg­is­gæsla Íslands hef­ur þegar kært brot­in til lög­reglu­stjór­ans á Suður­nesj­um og óskað eft­ir því að þau verði tek­in til rann­sókn­ar sem saka­mál hjá embætt­inu.

Þetta má lesa úr ákvörðun stofn­un­ar­inn­ar og hef­ur hún verið birt á vef henn­ar.

Þar seg­ir að veiðieft­ir­litsmaður Fiski­stofu hafi verið 29. ág­úst síðastliðinn um borð í varðskipi Land­helg­is­gæslu Íslands úti fyr­ir Vest­fjörðum að sinna sam­eig­in­legu eft­ir­lits­verk­efni þess­ara stof­an­ana. Starfs­menn Land­helg­is­gæsl­unn­ar hafi þá flogið ómönnuðu loft­fari yfir Vest­fjarðarmiðum og meðal an­an­rs fylgst með veiðum Áskels.

„Í mynd­band­inu sést að áhöfn skips­ins var ný­bú­in að hífa trollið um borð, sem var fullt af fiski, og aðgerð haf­in á veidd­um afla. Var mynda­vél loft­fars­ins beint að lúgu (len­sport) neðarlega á stjórn­borðssíðu fiski­skips­ins. Á mynd­band­inu sést .egar allt að sjö­tíu og fjór­ir (74) fisk­ar […] koma út um lúg­una með þeim af­leiðing­um að hann féll aft­ur í sjó­inn,“ seg­ir um máls­at­vik­in.

Eftirlitið með veiðum var stýrt frá varðskipi.
Eft­ir­litið með veiðum var stýrt frá varðskipi. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Af færi­bandi í sjó­inn

Ekki sést hvernig fisk­ur­inn rat­ar af þilfari og út um len­sportið þar sem fiski­skipið er yf­ir­byggt og fór því eft­ir­litsmaður Fiski­stofu um borð í skipið 14. fe­brú­ar síðastliðinn.

„Við rann­sókn um borð kom í ljós að veidd­ur afli kem­ur niður í mót­tök­una í gegn­um tvær mót­tök­ulúg­ur á vinnslu­dekki. Fisk­ur­inn renn­ur úr þeim eft­ir færi­bönd­um að blóðgun­ar- og flokk­un­ar­bandi. Þar er fisk­ur blóðgaður og er fisk­ur­inn síðan sett­ur yfir í þvotta­vél fyr­ir blóðgaðan fisk sem staðsett er á móti blóðgun­ar-/​flokk­un­ar­bandi. Sé fisk­ur ekki fjar­lægður af fram­an­greindu færi­bandi end­ar hann annað hvort of­aní stál­röri og þaðan út í sjó eða á öðru bandi sem ligg­ur niður í lest […]. Við enda færi­bands­ins er loki/​hlið sem stýr­ir því hvort afl­inn end­ar ofan í fram­an­greindu röri epa renni beint niður í lest,“ seg­ir í ákvörðun­inni,

Þá er bent á að hvergi séu til staðar grind­ur eða rist­ar sem geta komið í veg fyr­ir að fisk­ur fari út um um­rætt stól­rör og í sjó­inn.

Ásetn­ing­ur óljós

Fiski­stofa tel­ur það „ógern­ing“ að leggja mat á það hvort fisk­um hafi verið fleygt frá borði af ásetn­ingi eða vegna gá­leys­is þar sem Áskell ÞH er yf­ir­byggður. „Það kem­ur ekki að sök þar sem brot­in telj­ast full­fram­in hvort sem það er af ásetn­ingi eða gá­leysi.“

Þá bend­ir Fiski­stofa á að und­ir eru mik­il­væg­ir al­manna­hags­mun­ir. „Góð um­gengni um nytja­stofna sjáv­ar er þýðing­ar­mik­il í því skyni að stuðla að því að þeir verði nýtt­ir með sjálf­bær­um hætti“ og það um sinn trygg­ir „til langs tíma há­marks­a­frakst­ur fyr­ir ís­lensku þjóðina.“

mbl.is