Erla Ásmunds lét drauminn um sjómennskuna rætast

Erla Ásmundsdóttir kokkur á Helgu Maríu kveðst gríðarlega ánægð með …
Erla Ásmundsdóttir kokkur á Helgu Maríu kveðst gríðarlega ánægð með ákvörðunina um að hefja sjómennsku. Ljósmynd/Aðsend

Erla Ásmunds­dótt­ir lét langþráðan draum um að fara á sjó ræt­ast á síðasta ári og starfar nú sem kokk­ur á tog­ar­an­um Helgu Maríu RE-1 sem Brim ger­ir út. Hún seg­ir reynsl­una af sjó­mennsku hingað til al­gjört æv­in­týri, en minn­ir á að það sé jafn­framt mik­il­vægt að gera sér dagamun á sjó og held­ur því alltaf „fancy fri­day“ um borð, að því er fram kem­ur í blaði 200 mílna.

„Þetta var í raun mjög óvænt og ekki fyr­ir­framákveðið. Ég er fædd og upp­al­in í Eyj­um og ég viður­kenni að það hef­ur verið draum­ur í mörg ár að prufa að fara á sjó. Mig hef­ur langað þetta en ein­hvern veg­inn aldrei látið af því verða fyrr. Í fyrra fékk ég sím­tal frá vin­konu minni sem spurði hvort ég vildi prófa þetta,“ út­skýr­ir Erla spurð hvernig það kom til að hún hóf sjó­mennsku.

Hátíðleg­ir föstu­dag­ar

Túr­arn­ir eru sex dag­ar í senn og svo af og til fjög­urra daga stubba­t­úr­ar, að sögn Erlu sem kveðst ekki sjá eft­ir að hafa stigið um borð. „Vinn­an sem slík er kannski ekki rosa­lega erfið en aðstæðurn­ar gera þetta erfitt. Tala nú ekki um þegar er bræla. Ein­hvern veg­inn virðast strák­arn­ir alltaf vilja djúp­steikt­ar fransk­ar þegar er bræla en ég er ekki al­veg til í að vera að djúp­steikja í mik­illi brælu,“ seg­ir Erla og hlær.

Og er áhöfn­in sátt með kokk­inn? „Þeir þora nátt­úr­lega ekki að segja annað,“ svar­ar Erla snöggt og fliss­ar.

Kjól­ar eru orðnir nokkuð stór þátt­ur í að halda uppi já­kvæðum anda um borð, en verður að segj­ast nokkuð óvenju­legt at­hæfi um borð í ís­lensk­um tog­ara. „Það er alltaf „fancy fri­day“ á föstu­dög­um og þeir eru orðnir van­ir því hér um borð að ég sé reglu­lega í kjól og kippa sér ekk­ert upp við það leng­ur.“

Áhöfnin lét ekki á sér standa og klæddi sig upp …
Áhöfn­in lét ekki á sér standa og klæddi sig upp í kjóla með Erlu í henn­ar ár­legu hefð „kjól­um fram að jól­um“. Ekki verður annað séð en að létt hafi verið yfir öll­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Kjóla­notk­un­in vakti vissu­lega nokkra undr­un skip­verj­anna í byrj­un viður­kenn­ir Erla, en þetta á sér allt eðli­lega skýr­ingu full­viss­ar hún blaðamann um. „Ég á sem sagt af­mæli 25. nóv­em­ber og hef gert það í nokk­ur ár að vera alltaf í kjól­um fram að jól­um. Ég klæðist sem sagt kjól á af­mæl­is­dag­inn og er alltaf í nýj­um kjól á hverj­um degi al­veg fram á aðfanga­dag.“

Á hverj­um degi fram að jól­um var síðan tek­in mynd af Erlu í kjól á sjó. „Fyr­ir síðustu kjóla­mynd­ina sem tek­in var um borð fyr­ir síðustu jól kom ég fimm eða sex körl­um í kjól af mér. Þeir fóru í kjól­ana fyr­ir mynda­töku og reynd­ar dönsuðu aðeins, þeir fengu að njóta sín í smá stund.“

Viðtalið við Erlu má lesa í heild sinni í blaði 200 mílna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: