Gestkvæmt á Þórshöfn

Jón Gunnar segir dýrið laslegt en lögregla hefur nú strengt …
Jón Gunnar segir dýrið laslegt en lögregla hefur nú strengt lokunarborða umhverfis það. Ljósmynd/Jón Gunnar Geirdal

Rost­ung­ur einn helj­ar­mik­ill ligg­ur nú í mak­ind­um á flot­bryggju Þórs­hafn­ar á Langa­nesi og læt­ur fátt raska stóískri ró sinni.

Hafn­ar­vörður­inn Þorri Friðriks­son var í hafn­ar­skúrn­um á bryggj­unni þegar út­gerðarmaður­inn Hall­dór Rún­ar Stef­áns­son kom þar inn og til­kynnti um gest á flot­bryggj­unni, það var um átta­leytið í morg­un. Trú­lega er þetta rost­ung­ur­inn Þór kom­inn í heima­höfn á Þórs­höfn.

Hall­dór út­gerðarmaður var á leið niður flot­bryggj­una þungt hugsi og velti fyr­ir sér hvort hann ætti að leggja grá­sleppu­net­in sín eða ekki. Hann tók ekki eft­ir neinu fyrr en allt í einu reis stórt hrúgald upp fyr­ir fram­an hann og lokaði leiðinni að bátn­um. Það var rost­ung­ur­inn.

Beið með net­in

„Lík­lega hef­ur hann komið til að segja mér að ekki væri tíma­bært að leggja, hann lokaði al­veg leiðinni að bátn­um. Ég komst hvort sem er ekki að bátn­um svo ég bíð með að leggja net­in og tek bara mark á Þór,“ seg­ir Hall­dór.

Lög­regla og hafn­ar­vörður hafa nú tryggt svæðið um­hverf­is rost­ung­inn og girt hann af með borðum.

Gesturinn liggur á bryggjunni en Jón Gunnar Geirdal segir hann …
Gest­ur­inn ligg­ur á bryggj­unni en Jón Gunn­ar Geir­dal seg­ir hann þó hafa brugðist við fólki í um­hverfi sínu áður en lög­regla girti hann af. mbl.is/​Lín­ey Sig­urðardótt­ir

Dýrið er þó las­legt og virðist ekki heilt heilsu að sögn Jóns Gunn­ars Geir­dal sem stadd­ur er á Langa­nesi með fjöl­skyld­unni á leið í skírn­ar­veislu.

„Við feng­um bara sím­tal í morg­un um að það væri kom­inn rost­ung­ur upp á bryggju,“ seg­ir Jón Gunn­ar í sam­tali við mbl.is, „hann ligg­ur bara hérna, býsna las­leg­ur, menn eru að giska á að þetta sé sá sami og sást á Breiðdals­vík um dag­inn. Hann ligg­ur bara hérna og er af­skap­lega þreytt­ur greyið, það hef­ur tekið á greini­lega að kom­ast hingað á Langa­nes og upp á bryggj­una,“ seg­ir hann enn frem­ur.

Jón Gunnar segir menn velta því fyrir sér hvort hér …
Jón Gunn­ar seg­ir menn velta því fyr­ir sér hvort hér sé komið sama dýr og sást til á Breiðdals­vík í fe­brú­ar. Ljós­mynd/​Jón Gunn­ar Geir­dal

Rost­ung­ur­inn bregðist þó við fólki í næsta um­hverfi sínu, „hann hreyfði sig eft­ir því sem fólk fór nær hon­um áðan en lögg­an er núna búin að strengja hérna gult band aðeins ofar á flot­bryggj­unni og loka af til ör­ygg­is, það er nátt­úru­lega eng­in smá stærð á þessu og auk þess með tvær víga­leg­ar tenn­ur sem geta rifið sig gegn­um hvað sem er. Þetta er nátt­úru­lega bara æv­in­týri fyr­ir heima­menn og gesti, það er al­veg frá­bært að sjá svona skepnu,“ seg­ir Jón Gunn­ar að lok­um.

mbl.is