Fangi fannst látinn á Hólmsheiði

Fangelsið á Hólmsheiði.
Fangelsið á Hólmsheiði.

Fangi fannst lát­inn í fang­els­inu á Hólms­heiði í gær. Páll Win­kel fang­els­is­mála­stjóri staðfesti þetta við mbl.is.

„Við erum öll harmi sleg­in. Það var kallaður til prest­ur og áfallat­eymi  eins og í öll­um til­vik­um þegar ein­stak­ling­ur fell­ur frá í fang­els­um lands­ins,“ seg­ir Páll, en um karl­mann var að ræða. Búið er að tala við aðstand­end­ur hans.

Páll Winkel fangelsismálastjóri.
Páll Win­kel fang­els­is­mála­stjóri. mbl.is/​Hari

Dánar­or­sök ligg­ur ekki fyr­ir, en rann­sókn er haf­in hjá lög­regl­unni. Að sögn Páls fannst maður­inn lát­inn þegar klefarn­ir voru opnaðir í gær­morg­un.

Þetta er fyrsta mannslátið á Hólms­heiði síðan fang­elsið var tekið í notk­un árið 2016.

„Þetta er högg fyr­ir alla, bæði fyr­ir vist­menn og starfs­menn,“ seg­ir Páll.

mbl.is