Ekki greitt gjald af ólögmætum grásleppuafla

Grásleppusjómenn kvarta yfir því að bátar og skip án grásleppuleyfa …
Grásleppusjómenn kvarta yfir því að bátar og skip án grásleppuleyfa landi afla á markað og þurfi ekki að greiða sömu opinberu gjöld og veiðileyfishafar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tölu­verð óánægja hef­ur verið meðal grá­sleppu­sjó­manna með að skip og bát­ar án grá­sleppu­veiðileyfa hafi getað landað fleiri tonn­um af grá­sleppu sem meðafla og selt fyr­ir hátt verð á fisk­mörkuðum án þess að hafa út­gef­in veiðileyfi fyr­ir grá­sleppu­veiðar og án þess að þurfa að greiða af afl­an­um gjald. ÞAð þurfa þó grá­sleppu­sjó­menn að gera af meðafla sín­um.

Ástæða þess að slíkt er hægt er sú að grá­slepp­an hef­ur ekki verið sett í kvóta, að því er fram kem­ur í svör­um Fiski­stofu við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins.

„Stjórn grá­sleppu­veiða hef­ur hingað til miðast við sókn­ar­stýr­ingu á grá­sleppu­vertíðinni. Tak­markaður fjöldi báta á rétt á að fá leyfi og veiðum er stýrt með fjölda daga. Miðað við það hef­ur ekki verið farið út í að leggja á gjald vegna ólög­mæts sjáv­ar­afla á grá­sleppu­afla sem veiðist utan veiðileyfa. Oft­ast er um að ræða óveru­leg­an meðafla, t.d. við upp­sjáv­ar­veiðar og fer grá­slepp­an þá í bræðslu,“ seg­ir Erna Jóns­dótt­ir, sviðsstjóri stjórn­sýslu- og upp­lýs­inga­sviðs hjá Fiski­stofu.

Grásleppubátarnir hófu veiðar 20. mars, en skip og bátar án …
Grá­sleppu­bát­arn­ir hófu veiðar 20. mars, en skip og bát­ar án veiðileyfa hafa landað nokkr­um afla. mbl.is/​Hafþór Hreiðars­son

Spurð hvort Fiski­stofa hafi íhlutast vegna skipa sem hafa landað tölu­verðu magni af grá­sleppu án þess að hafa til­skil­in leyfi svar­ar hún því ját­andi. „Fiski­stofa hef­ur haft af­skipti af skipi sem þótti vera með óvenju­lega mik­inn grá­sleppumeðafla og bæði leiðbeint á vett­vangi og einnig bréf­leiðis.“

Hversu miklu magni þarf að landa af grá­sleppu áður en Fiski­stofa gríp­ur inn í? „Það er alltaf mat í hvert skipti.“

Ný­lega var ít­ar­lega fjallað um málið í Morg­un­blaðinu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: