Beint: Tilhögun hættumats og vöktunar vegna náttúruvár

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í dag fer fram kynn­ing á skýrslu starfs­hóps um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðuneyt­is­ins um stöðumat og áskor­an­ir varðandi mat og end­ur­mót­un á til­hög­un hættumats og vökt­un­ar vegna nátt­úru­vár.

Kynn­ing­in fer fram í Kaldalóni í Hörpu klukk­an 10 og verður hægt að fylgj­ast með kynn­ing­unni í beinu streymi hér að neðan. 

Starfs­hóp­ur­inn var skipaður í kjöl­far þings­álykt­un­ar sem samþykkt var á Alþingi í mars 2021. Hóp­ur­inn hef­ur skilað Guðlaugi Þór Þórðar­syni um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra skýrslu sinni. 

Á fund­in­um í dag verða kynnt­ar helstu niður­stöður skýrsl­unn­ar og dregn­ar fram þær áhersl­ur og verk­efni sem nauðsyn­legt er að halda áfram með, eða ráðast í inn­an mála­flokks­ins á kom­andi árum til að auka seiglu ís­lensks sam­fé­lags og draga úr tjóni vegna nátt­úru­vár, ekki síst vegna áhrifa lofts­lags­breyt­inga.

 

mbl.is