Greiddu 70% meira í veiðigjöld

Brim greiddi mest allra útgerða í veiðigjöld í janúar síðastliðnum. …
Brim greiddi mest allra útgerða í veiðigjöld í janúar síðastliðnum. Rétt rúmar 80 milljónir króna. mbl.is/Hari

Alls greiddu ís­lensk út­gerðarfyr­ir­tæki 628,5 millj­ón­ir króna í veiðigjöld í janú­ar síðastliðnum, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag og er vísað í sund­urliðun veiðigjalda á vef Fiski­stofu.

Á Radarn­um, mæla­borði sjáv­ar­út­vegs­ins sem Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi halda úti, er vak­in at­hygli á að í janú­ar hafi tekj­ur rík­is­sjóðs af veiðigjöld­um verið 70% hærri en í sama mánuði árið á und­an þegar þær námu 371 millj­ón króna.

Sam­an­lagt greiddu þær tíu út­gerðir sem greiddu mest 376,4 millj­ón­ir króna eða um 60% allra greiddra veiðigjalda. Þær tutt­ugu sem greiddu mest skiluðu 505,5 millj­ón­um í rík­is­sjóð sem er 80% allra greiddra veiðigjalda í janú­ar.

„For­send­ur þeirr­ar skatt­heimtu sem felst í veiðigjald­inu eru ekki flókn­ar. For­send­urn­ar byggj­ast hins veg­ar á af­komu í fisk­veiðum, sem get­ur verið afar sveiflu­kennd á milli ára, enda fjöl­mörg­um óvissuþátt­um háð, allt frá duttl­ung­um nátt­úr­unn­ar til póli­tískr­ar áhættu í fjar­læg­um lönd­um. Í kring­um 20 fisk­teg­und­ir bera veiðigjald ár hvert og er gjaldið reiknað sér­stak­lega fyr­ir hverja þeirra. Þar get­ur þró­un­in á milli ára verið æði mis­jöfn, meðal ann­ars vegna markaðsaðstæðna sem geta verið afar mis­mun­andi á milli teg­unda. Í stuttu máli má segja að veiðigjald nemi um 33% af af­komu fisk­veiða, sem reiknað er til krónu á kíló­gramm landaðs óslægðs afla,“ seg­ir á Radarn­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: