Lögreglan vildi ekki handtaka Jón Jónsson

Jón Jónsson er sniðugur textasmiður.
Jón Jónsson er sniðugur textasmiður. mbl.is/Stella Andrea Guðmundsdóttir

Tón­list­armaður­inn Jón Jóns­son virðist ekki eiga í erfiðleik­um með að semja róm­an­tísk­an texta, en hann deildi fal­legri færslu á In­sta­gram-reikn­ingi sín­um í dag sem hef­ur brætt mörg hjörtu. Til­efnið er af­mæl­is­dag­ur eig­in­konu hans, Haf­dís­ar Bjark­ar Jóns­dótt­ur. 

„Haf­dís Björk er 37 ára í dag. Und­an­far­in miss­eri hef ég fjór­um sinn­um gefið mig fram til lög­reglu enda alltaf jafn sann­færður um að það hljóti að vera glæp­ur að eiga lang­bestu eig­in­konu heims.

Lög­regl­an er sam­mála mér en þarf frek­ari sönn­un­ar­gögn til að setja mig í gæslu­v­arðhald. Bless­un­ar­lega geng ég því laus í dag og get fagnað með minni bestu. Takk fyr­ir að vera mín, elsku Haf­dís Björk mín. Ég elska þig,“ skrifaði Jón til Haf­dís­ar.  

Jón og Haf­dís byrjuðu sam­an á ung­lings­aldri, en þau gengu í það heil­aga í Dóm­kirkj­unni sum­arið 2017 og eiga sam­an fjög­ur börn, tvo syni og tvær dæt­ur.

mbl.is