Beint: Ráðstefna um loftslagsbreytingar og aðlögun

Meðal annars verður fjallað um skipulagsgerð með það að markmiði …
Meðal annars verður fjallað um skipulagsgerð með það að markmiði að auka loftslagsþol, áskoranir tengdar hækkandi sjávarstöðu, áhrif loftslagsbreytinga þvert á landamæri og náttúrumiðaðar lausnir sem leið til þess að búa sig undir breyttan heim. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísland gegn­ir for­mennsku í Nor­rænu ráðherra­nefnd­inni árið 2023 og af því til­efni stend­ur Veður­stofa Íslands, í sam­starfi við um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðuneyti, fyr­ir nor­rænni ráðstefnu um lofts­lags­breyt­ing­ar og aðlög­un, NOCCA23.

Ráðstefn­an fer fram dag­ana 17. og 18. apríl á Grand hót­el auk þess sem hægt verður að fylgj­ast með í streymi hér fyr­ir neðan. 

:


 

Á ráðstefn­unni í ár verður lögð sér­stök áhersla á hvernig sveit­ar­fé­lög á Norður­lönd­un­um und­ir­búa sig und­ir áhrif og af­leiðing­ar lofts­lags­breyt­inga. Meðal ann­ars verður fjallað um skipu­lags­gerð með það að mark­miði að auka lofts­lagsþol, áskor­an­ir tengd­ar hækk­andi sjáv­ar­stöðu, áhrif lofts­lags­breyt­inga þvert á landa­mæri og nátt­úrumiðaðar lausn­ir sem leið til þess að búa sig und­ir breytt­an heim, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.  

Á viðburðinum verða sam­an komn­ir nor­ræn­ir sér­fræðing­ar í viðfangs­efn­inu frá sveit­ar­fé­lög­um og ráðuneyt­um, fag­stofn­un­um og fyr­ir­tækj­um, há­skól­um og fé­laga­sam­tök­um. Það er því ljóst að um ein­stakt tæki­færi er að ræða til þess að skipt­ast á þekk­ingu og læra af því sem vel hef­ur verið gert og jafn­vel því sem illa hef­ur farið.   

Fyrri dag­ur ráðstefn­unn­ar sam­an­stend­ur af fjöl­breytt­um fyr­ir­lestr­um en á seinni deg­in­um gefst fund­ar­gest­um tæki­færi á að taka í áhuga­verðum og skemmti­leg­um vinnu­stof­um þar sem meðal ann­ars verður not­ast við ís­lensk til­felli til þess leita að úr­lausn­um áskor­ana. Niður­stöður ráðstefn­unn­ar verða tekn­ar sam­an í stefnu­skjal sem mun nýt­ast sem leiðar­vís­ir fyr­ir áfram­hald­andi nor­rænt sam­starf á þessu sviði, seg­ir enn frem­ur. 

Dag­skrána má skoða hér. 

mbl.is