Telja íslenskan sjávarútveg spilltan

Viðhorf almennings til íslensks sjávarútvegs er heldur neikvætt um þessar …
Viðhorf almennings til íslensks sjávarútvegs er heldur neikvætt um þessar mundir. Þá er samt einhugur um mikilvægi greinarinnar fyrir íslensk efnahagslíf. mbl.is/Pétur Kristjánsson

Íslend­ing­ar eru flest­ir ósátt­ir við fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfið, telja ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg spillt­an og skapi verðmæti fyr­ir of fáa. Samt tel­ur af­ger­andi meiri­hluti fisk­veiðar jafn mik­il­væg­ar fyr­ir efna­hag lands­ins og áður fyrr, en engu að síður lenda um­bæt­ur á sviði sjáv­ar­út­vegs­mála neðst á lista flestra þegar for­gangsraðað er eft­ir mála­flokk­um.

Þetta er meðal niðurstaðna könn­un­ar Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar Há­skóla Íslands fyr­ir mat­vælaráðuneytið um viðhorf Íslend­inga til sjáv­ar­út­vegs­mála.

Aðeins 22,4% þjóðar­inn­ar kveðst mjög- eða frek­ar sátt með fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfið hér á landi en 56,6% henn­ar er mjög- eða frek­ar ósátt með kerfið. Ef litið er til lands­hluta eru flest­ir sem eru „mjög ósátt­ir“ bú­sett­ir í Reykja­vík en 35,8% þeirra veittu svar þess efn­is. Þá sögðust  14,9% íbúa á Norður­landi vestra vera „mjög sátt­ir“ með fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfið og er það hæsta hlut­fall sem svaraði þannig á land­inu.

Íslendingar virðast ekki sáttir með fiskveiðistjórnunarkerfið en flestir eru sammála …
Íslend­ing­ar virðast ekki sátt­ir með fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfið en flest­ir eru sam­mála um að staða ís­lensks sjáv­ar­út­vegs á heimsvísu sé góð. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

At­hygli vek­ur að þeir svar­end­ur sem sjálf­ir lýsa því að þeir hafi litla þekk­ingu á sjáv­ar­út­vegi segj­ast mest ósátt­ir en 59,4% þeirra sögðust frek­ar- eða mjög ósátt­ir með fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfið. Það er þó ekki mikið meiri óánægja en meðal þeirra sem sögðust hvorki hafa mikla né litla þekk­ingu en 57,3% þeirra kváðust vera ósátt­ir og 53,4% þeirra sem sögðust hafa mikla þekk­ingu.

Fram kem­ur að 77,8% lands­manna telji að staða ís­lensks sjáv­ar­út­vegs sé góð á heimsvísu, en 60,3% telja op­in­bera umræðu um sjáv­ar­út­veg á Íslandi vera nei­kvæða.

Skip­ar enn mik­il­væg­an sess

Könn­un­in var unn­in af Fé­lags­vís­inda­stofn­un Há­skóla Íslands fyr­ir mat­vælaráðuneytið og á að nýt­ast í stefnu­mót­un­ar­verk­efn­inu Auðlind­in okk­ar og er ætlað að veita skýr­ar vís­bend­ing­ar um viðhorf al­menn­ings til aðskil­inna þátta ís­lensks fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­is. Svar­end­ur í könn­un­inni voru 1.133 og var úr­takið lag­skipt eft­ir kyni, aldri og bú­setu til að sam­setn­ing þjóðar­inn­ar yrði sem best end­ur­spegluð.

Spurt var um fjölda þátta og benda niður­stöður, sem hafa verið birt­ar á vef stjórn­ar­ráðsins, til þess að stór hluti lands­manna telja grein­ina spillta. Á sjö stiga mæli­kv­arða þar sem 1 er spillt­ur og 7 er heiðarleg­ur svara 36,7% svar­enda að sjáv­ar­út­veg­ur­inn er á stigi 1 og yfir 68% segja grein­ina á bil­inu 1 til 3.

Á eins mæli­kv­arða yfir það hvort sjáv­ar­út­veg­ur­inn skap­ar verðmæti fyr­ir fáa (1) eða fyr­ir flesta (7) svara 35% þátt­tak­enda 1 og 65% svara á bil­inu 1 til 3.

Þá segj­ast 58,3% vera sam­mála eða mjög sam­mála því að fisk­veiðar séu jafn mik­il­væg­ar fyr­ir efna­hag Íslands og áður fyrr. Meiri­hluti íbúa allra lands­hluta og ald­urs­hópa eru sam­mála um mik­il­vægi fisk­veiða en í Reykja­vík sögðust 32,4% vera þessu ósam­mála og er það hæsta hlut­fall íbúa all­ara lands­hluta.

Heil­brigðis­kerfið mik­il­væg­ast

Þegar svar­end­ur voru beðnir um að raða sex kerf­um – heil­brigðis­kerfi, sjáv­ar­út­vegs­mál­um, sam­göngu­kerfi, vel­ferðar­kerfi, mennta­kerfi og land­búnaðar­kerfi – eft­ir því hvar sé tal­in mest þörf á um­bót­um svaraði af­ger­andi meiri­hluti (66,8%) heil­brigðis­kerfið. Aðeins 9,6% setti sjáv­ar­út­veg­inn í fyrsta sæti.

Í annað sæti settu 8,4% sjáv­ar­út­vegs­mál, 11,9% í þriðja, 11,2% í fjórða 20,8% í fimmta og 38,9% í sjötta. Öll önn­ur mál voru að meðaltali röðuð hærra en sjáv­ar­út­veg­ur.

mbl.is