Breytt fyrirkomulag vegna strandveiðileyfa

Fiskistofa mun taka við umsóknum um strandveiðileyfi í gegnum stafræna …
Fiskistofa mun taka við umsóknum um strandveiðileyfi í gegnum stafræna gátt. Líney Sigurðardóttir

Fiski­stofa hef­ur tekið upp breytt fyr­ir­komu­lag vegna um­sókna um strand­veiðileyfi og munu um­sókn­ir um strand­veiðileyfi vegna vertíð sum­ars­ins fara í gegn­um sta­f­ræna um­sókn­argátt á is­land.is, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef stofn­un­ar­inn­ar.

„Sótt er um með ra­f­ræn­um skil­rík­um og strand­veiðileyfið er gert aðgengi­legt í sta­f­rænu póst­hólfi um­sækj­anda á is­land.is að um­sókn lok­inni. Í til­viki lögaðila eru það prókúru­haf­ar sem geta sótt um strand­veiðileyfi með ra­f­ræn­um skil­ríkj­um,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Enn er þó beðið eft­ir að reglu­gerð um strand­veiðar árs­ins verði gef­in út og því hef­ur Fiski­stofa ekki opnað fyr­ir um­sókn­ir.

Eign­ar­hald þarf að vera skýrt

Þá er vak­in at­hygli á að Fiski­stofu sé ein­ung­is heim­ilt að veita út­gerð eða eig­anda fiski­skips leyfi til strand­veiða fyr­ir eitt skip. Þarf því stofn­un­in að ganga úr skugga um að eng­inn eig­andi eða út­gerðaraðili lögaðilans eigi aðild að nema einu strand­veiðileyfi áður en leyfi er veitt. Vegna þessa hvet­ur Fiski­stofa þá sem hyggj­ast sækja um strand­veiðileyfi til að huga að því að op­in­ber­ar skrán­ing­ar á eign­ar­haldi og út­gerðaraðild skips séu rétt­ar.

„Af­greiðsla strand­veiðileyf­is get­ur taf­ist ef op­in­ber­ar upp­lýs­ing­ar sýna ekki fram á eign­ar­hald þeirra aðila sem eiga eða gera út skip þar sem Fisk­stofa mun þurfa að taka þau til­vik til sér­stakr­ar skoðunar með til­heyr­andi gagna­öfl­un.“

Upp­fært kl:13:55 19. apríl: Fiski­stofa hef­ur vakið at­hygli 200 mílna á því að í til­kynn­ingu stofn­un­ar­inn­ar hafi ekki verið tekið fram að ekki hafi verið opnað fyr­ir um­sókn­ir. Frétt­in hef­ur verið upp­færð með til­liti til þess.

mbl.is