„Við vitum af hverju við lifum“

Pólitísk óvissa sjávarútvegsins er einnig óvissa fyrir sjávarpláss landsins, að …
Pólitísk óvissa sjávarútvegsins er einnig óvissa fyrir sjávarpláss landsins, að sögn Írisar Róbertsdóttur Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðrikss

Fjöl­mörg sam­fé­lög við strand­lengju lands­ins eru háð sjáv­ar­út­veg­in­um og eru Vest­manna­eyj­ar eðli máls­ins sam­kvæmt eng­in und­an­tekn­ing frá því. Íris Ró­berts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Vest­manna­eyja­bæj­ar, seg­ir í síðasta blaði 200 mílna Eyja­menn vita af hverju þeir lifa og kveðst hafa áhyggj­ur af því hve óvæg­in umræðan er orðin um sjáv­ar­út­veg­inn.

„Sjáv­ar­út­veg­ur hef­ur verið aðal­stoðin í at­vinnu­lífi Vest­manna­eyja nán­ast frá upp­hafi byggðar og er enn. Sjáv­ar­út­veg­ur er for­senda fyr­ir lífs­gæðum Vest­mann­ey­inga,“ seg­ir Íris.

Þá sé vanda­mál hvernig umræðumenn­ing­in hef­ur þró­ast í öllu sem snýr að grein­inni. „Það er aldrei tek­in fag­leg umræða um sjáv­ar­út­veg og kosti og galla í kerf­inu, held­ur er fólk oft fast í upp­hróp­un­um. Ég hugsa að það gæti verið vegna þess að marg­ir átta sig kannski ekki á mik­il­vægi grein­ar­inn­ar. Ef fólk vissi raun­veru­lega hvað sjáv­ar­út­veg­ur­inn er að gera fyr­ir Ísland og sam­fé­lög­in hring­inn í kring­um landið væri umræðan á allt öðrum stað.“

Íris segir höfnina líæð Vestmannaeyja.
Íris seg­ir höfn­ina líæð Vest­manna­eyja. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Það þarf að tala mun meira um allt það sem vel er gert. Umræðan um nei­kvæða þætti blómstr­ar en allt sem snýr að mik­il­vægi grein­ar­inn­ar fyr­ir sam­fé­lag eins og okk­ar eða þjóðarbúið kemst ekki að. Það er gríðarlega mikið af mis­vís­andi upp­lýs­ing­um í um­ferð um hvað sjáv­ar­út­veg­ur­inn gef­ur, hvað hann skil­ur eft­ir og hvaða áhrif hann hef­ur. Í umræðum við Aust­ur­völl gleym­ist hvernig grein­in hef­ur borið efna­hags­kerfið í gegn­um meðal ann­ars banka­hrunið,“ seg­ir Íris.

Ljóst er að mati bæj­ar­stjór­ans að til er fjöldi áskor­ana, svo sem þak á hlut­deild sem er bundið við þorskí­gildi, sem ger­ir það að verk­um að sveifl­ur í ráðgjöf fyr­ir ein­stak­ar teg­und­ir frá ári til árs geta haft ófyr­ir­séðar af­leiðing­ar fyr­ir fyr­ir­tæki sem telja sig vera inn­an ramma lag­anna. Bend­ir hún á að sveifla í loðnuráðgjöf milli ára get­ur leitt til þess að út­gerð þurfi að selja frá sér heim­ild­ir, þrátt fyr­ir að loðnuráðgjöf­in gæti orðið eng­in árið á eft­ir.

Einnig sé ljóst að auðlinda­gjald legg­ist með ósann­gjörn­um hætti á þessa at­vinnu­grein þegar aðrar at­vinnu­grein­ar sleppa al­farið við slíkt gjald. „Ef það á að inn­heimta slík gjöld þarf sú gjald­taka að ná til allr­ar nýt­ing­ar auðlinda, ekki bara sjáv­ar­út­vegs.“

Lesa má viðtalið í heild sinni í blaði 200 mílna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: