Camy og Valli á leið í sambúð

Camilla Rut og Valgeir eru á fullu í framkvæmdum.
Camilla Rut og Valgeir eru á fullu í framkvæmdum. Skjáskot/Instagram

Camilla Rut Rún­ars­dótt­ir og Val­geir Gunn­laugs­son, bet­ur þekkt­ur sem Valli flat­baka, eru byrjuð að búa sam­an sam­kvæmt færslu sem Camilla deildi á sam­fé­lags­miðlum. Parið hef­ur fundið sér framtíðar­heim­ili á Seltjarn­ar­nesi og eru fram­kvæmd­ir í full­um gangi. 

„Þetta byrjaði allt með: Eig­um við að búa okk­ur til heim­ili sam­an?" skrifaði Camilla við færsl­una. 

Val­geir hef­ur sjálf­ur búið í hús­inu í nokk­ur ár og sann­færði Camillu að flytja þangað enda er staðsetn­ing­in dá­sam­leg og kjör­in fyr­ir fjöl­skyldu­fólk. „Framund­an er að skipta lögn­um, leggja gólf­hita, inn­rétt­ing­ar, þvotta­hús, bæta við svefn­her­bergj­um til að rúma börn­in okk­ar og alls kon­ar djúsí stöff,“ skrifaði eig­andi Camy Col­lecti­ons einnig. 

Í fe­brú­ar tók Camilla íbúð á leigu í Reykja­nes­bæ en fann þó hvernig hjartað var farið að kalla heim á höfuðborg­ar­svæðið.

View this post on In­sta­gram

A post shared by CAMY (@camill­ar­ut)

mbl.is