Hafa fundað einu sinni eftir að sjómenn felldu

Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands.
Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Hvenær hægt verður að leggja fram nýj­an samn­ing er ekki ljóst á þess­ari stundu,“ seg­ir Val­mund­ur Val­munds­son, formaður Sjó­manna­sam­bands Íslands, um stöðu kjaraviðræðna sjó­manna. „Einn óform­leg­ur fund­ur hef­ur verið milli SSÍ og SFS. Sátta­semj­ari hef­ur ekki boðað til fund­ar, en deil­an er enn hjá embætt­inu,“ seg­ir hann.

Sjó­menn felldu kjara­samn­ing sem gerður var við Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi með 67% greiddra at­kvæða í at­kvæðagreiðslu sem lauk 10. mars síðastliðinn.

Mik­il óánægja var meðal sjó­manna með ákvæði um breyt­ing­ar á skipta­pró­sentu – sem er til grund­vall­ar laun­um sjó­manna – við fjölg­un eða fækk­un í áhöfn vegna fjár­fest­inga í nýju skipi eða búnaði. For­svars­menn sam­taka sjó­manna sögðu ákvæðið til þess fallið að tryggja hlut sjó­manna í ágóðanum sem verður til við fjár­fest­ing­una, en víða skildu fé­lags­menn ákvæðið þannig að það væri verið að end­ur­vekja þátt­töku sjó­manna í kostnaði við ný­smíðum.

Hef­ur mynd­ast óein­ing eða ósætti inn­an raða sjó­manna vegna máls­ins?

„Ósætti skynja ég ekki nema þá milli þeirra sem samþykktu og þeirra sem felldu eins og geng­ur. Menn virðast ætla að horfa til reynslu skip­stjórn­ar­manna sem samþykktu samn­ing­inn,“ svar­ar Val­mund­ur.

mbl.is