Söguleg eign sem er staðsett í norður–ítölsku borginni Bologna er komin á sölu. Sagt er að umrætt hús hafi verið síðasta heimili listmálarans Leonardo da Vinci á Ítalíu áður en hann fluttist til Frakklands.
Samkvæmt skráningu ítalska fasteignafyrirtækisins Sotheby's International Realty er endurreista heimilið sannkallað töfraland fyrir fagurkera og áhugafólk um list.
Á heimilinu er að finna veggmyndir eftir sjálfan da Vinci ásamt byggingarþáttum frá ítalska endurreisnararkitektinum Aristotele Fioravanti. Húsið sem er skráð á 3,2 milljónir evra nær yfir 6.500 fermetra. Seljandinn er samkvæmt vefsíðunni Wanted in Rome, fyrrum ítalski knattspyrnumaðurinn Guiseppe "Beppe" Signori.
Þá ferðamenn sem dreymir um að eiga heimili á Ítalíu og eru með þrjár milljónir evra til að eyða – ættu að íhuga að kíkja á gamla heimili Leonardo da Vinci og sjá hvort að endurreisnarandinn sé ekki enn við völd.